laugardagur, mars 05, 2005

Sössi segir

Jamms, 2000 árgerðin af Don Melchor olli vonbrigðum. Alveg hreint merkilegt hvað rauðvín passar illa með hamborgara. Engu að síður feiknagóð samdrykkja og mikill andi. Heyrðu svo vaknaði ég þunnur í fyrsta skipti í langann tíma. Ætla að nota tækifærið og fara að kaupa mér sjálfspilandi pútter. Jafnvægið í þeim sem ég á er hörmulegt.

Og það er Steini Steinarri að þakka að ég veit hvar blóm dauðans er niðurkomið.

3
Gagnsæjum vængjum
flýgur vatnið til baka
gegn viðnámi sínu.

Hin rauðgula hnoða
sem rennur á undan mér,
fylgir engri átt.

Handan blóðþyrstra vara
hins brennandi efnis
vex blóm dauðans

Á hornréttum fleti
milli hringsins og keilunnar
vex hið hvíta blóm dauðans.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home