miðvikudagur, janúar 22, 2003

Colgate fyrir kolamola!!!

Talandi um ástralska handknattleiksliðið. Þetta hlýtur að vera eitthvað grín, ég meina 55 - 15. Bara þau úrslit ættu að vera nóg til að þeir ættu að skammast sín og draga lið sitt úr keppni. Nema náttúrulega ef þeir fóru með það hugarfar að setja heimsmet, þá tóks það nú bara ágætlega. En samt þar sem að þeir spiluðu nú eins og hópur af mörgæsum með skitu þá ættu þeir bara að pilla sig aftur til Ástralíu og taka æfingaleik við kengúrur, bara svona til að byggja upp sjálfstraust.

En inúítarnir frá Grænlandi voru nú töluvert skárri og gaman að sjá þá vera að standa sig. Spurning með Grænland eða Quatar, sem gætu nú mútað sér leið í milliriðlanna.

Svo var náttúrulega hið mikla Lifrapollslið frá bítlaborginni að spila í gær og virkuðu bara mun betri en undanfarna mánuði. Það er bara aldrei að vita nema Húlli og félagar taki stefnuna ótrauðir á 4 sætið sem að þeir voru orðnir hálf grónir við hérna á síðasta áratug hehehe. Til hamingju púllarar. Spurning með leikinn í kvöld hverjir mæta þeim í Cardiff.

Jæja þangað til næst...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home