föstudagur, janúar 31, 2003

Hananú!

Mig vantar ekki mömmu mína... hún er alltaf hjá mér í anda og styður drenginn sinn, hann Halla litla. Jæja burt séð frá því. Gærkvöldið bar með sér mjög blendnar tilfinningar, gat ekki spilað Heroes á 28" skjá, Ísland tapaði, spilaði samt Heroes, spilaði líka félagsvist, drakk rauðvín... og viský... og vodka, sendi á meðan Tatu 3svar í röð í spilun á Popp TV. Skandall hér, skandall þar... er ekki skandall allsstaðar? Svona er víst bara lífið! Ég vil hér nota tækifærið í því sambandi til að koma með tilvitnun sem faðir minn hefur oft að orði "þetta er erfitt líf... en það smá styttist!" Mikil speki þetta.

Að lokum stórkostleg tilvitnun: "Segja má að þessi einstaklingur hafi mjög yfirgripsmikla vanþekkingu"!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home