sunnudagur, janúar 26, 2003

Punkfuckers

Ég var ódrukkni maðurinn í gær. Rúnturinn var sérstakur, guttarnir að syngja um countryroad, rúgbrauð með rjóma og langan færeyskan þjóðlagaorm. Ég hló og hugsaði lítið um að keyra, svo hló ég meira. Gaman. Samt skal það tekið fram að ég hef sjaldan séð jafn margar fallegar konur horfa í áttina á mér og mínum með jafn mikilli fyrirlitningu.

Eftir að hafa lagt bílnum komumst við Siddi að þeirri niðurstöðu að þetta væru heimskir og leðinlegir menn. Ergo, Nonni. Á Nonna hitti Siddi drukkna kunningja sína sem hoppuðu í kringum hann eins og drýslar, toguðu í hann og hrópuðu drekkadrekkafylliríbæinndrekka. Það kann bara ekki góðri lukku að stýra þegar systkini eignast börn saman. Sérstaklega þegar það virðist vera trend hjá heilu bæjarfélagi. Ójá ég er að tala um Húsavík.

Að lokum vil ég árétta að Tommi og Halli eru ekkert vondir menn, þeim líður bara svon.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home