laugardagur, apríl 12, 2003

Punkfuckers

Ussumsuss, er græðgi ekki ein af dauðasyndunum, 2-0 er feikinóg.

Annars er ég þokkalega ánægður. Drengirnir orðnir heimsfrægir. Hitti Sirrý frænku á Eikaborgurum í gær og hún les um feita menn að jafnaði. Bara fann okkur á netinu. Þetta þýðir aðeins eitt, bullið er að berast um heimsbyggðina :-)!!!

Helst að frétta fyrir utan það að ég var á aðalfundi Félags Bókargerðarmanna í morgun. Athyglisvert. Menn skiptust á að ávarpa Fundinn og segja Félagar. Svo var einn illa klipptur asni sem þvaðraði og reifst og hafði rangt fyrir sér og vitnaði í hluti sem gerðust fyrir 25 árum. Eina ástæðan fyrir því að honum var ekki hent út er asnaleg regla um málfrelsi í lögum félagsins. Hvað er lýðræði annað en misskilningur?

HEIÐARLEGT ARÐRÁN, ALLRA HAGUR!
-Einræðisflokkur Íslands

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home