laugardagur, apríl 05, 2003

Gullfiskarnir fara beinustu leið niður í sjó

Já, þið segjið það. Þessi Man Utd vs Lifrapollur var bara hin mesta skemmtun, fyrir mig að minnsta kosti. United byrjuðu af miklum krafti og fengu fínt færi eftir 16 sekúndur þegar Rút the Tút tók hann viðstöðulaust en sendi boltann á Dúdek sem bjargaði markspyrnu í horn. Þetta gaf tóninn fyrir leikinn og á 4 mín. slapp hinn kjálkastóri Rút Nístilroj einn innfyrir en hinn klunnalegi Sámur Hippi náði á klaufalegan hátt að krækja í hann og ræna hann marktækifærinu. Nebbalingur dómari fór alveg eftir bókinni og rak Sáminn út af og dæmdi vítaspyrnu. Kannski full strangt og ljóst að sumir dómarar hefðu látið nægja að gefa gult spjald. En svona eru reglurnar og Nebbalingurinn fór eftir þeim í þetta skiptið. Rút skoraði af miklu öryggi í vinstra hornið eins og alltaf. Dúddek reyndi hvað hann gat og reyndi meira að segja að hlaupa á móti honum en allt kom fyrir ekki. Kjálkastóri maðurinn hljóp fagnandi að hornfánanum. 1-0, Restin af fyrrihálfleik þá voru Júnæted meira með boltann án þess að skapa sér nokkur færi og greinilegt að Real Madríd leikurinn er ofarlega í huga Júnæted manna. Lifrapollur kom með einhverja dauðakippi í lok fyrri hálfleiks en án árangurs. Þeirra mesta skytta Jón Árni Risi fékk besta færið en ákvað bara frekar að gefa fasta sendingu á varnarmenn Júnæted, gott hjá Risanum. Það má svo geta þess að Djimmi Træóri átti stórleik upp við mark Lifrapolls manna og reyndi ítrekað að skora sjálfsmark, en tókst ekki.

Í seinni hálfleik voru Júnæted miklu betri og fengu aðra vítaspyrnu þegar Ígor Bisquit reyndi að sparka í Pól Skóls inni í vítateig en tókst bara að hindra hann. Rút Nístilroj tók spyrnuna og aftur skaut hann í vinstra hornið og aftur kastaði Dúddekk sér í rétt horn og aftur skoraði Nístilroj. Heitasta vítaskyttan í deildinni í dag. 2-0. Eftir þetta var allt loft úr Lifrapolls mönnum og ákváðu þeir þá bara að reyna að safna spjöldum eftir þetta. Sérstaklega gaman að sjá þegar Danní Mörfí tæklaði Roj Kín groddalega og Kín spratt upp eins og stálfjöður. Ef þið sjáið þetta aftur takiði þá eftir svipnum á Mörfí. Hann er svona "jæks, ekki berja mig svipurinn" hehehe.

Hinn mikli Ræan Kiggs (eins og einhver Lifrapolls hundurinn ákvað að kalla hann) kom svo Júnæted í 3-0 með fínu marki. Svo kom Óli Gunnar Sólarsker og skellti síðasta naglanum í líkkistu Lifrapolls með góðu marki á 89 mínútu. Klobbaði Karrager og setti hann í nærhornið og aumingja Dúddi gamli stóð bara og klóraði sér í pungnum.

Semsagt 4-0 og góður dagur á Óld Trafford.

Maður leiksins verður líklega að vera hmmm ja ætli Mílan Barós fái ekki mitt atkvæði. Hann náði að spila í 5 mínútur án þess að fá spjald og gerði ekki neitt heimskulegt.

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home