þriðjudagur, mars 08, 2005

Sössi segir

Ég er afturhaldsseggur, líst ekkert á breytingar. Man t.d. hvað mér þótti það heimskuleg hugmynd að grafa göng undir hvalfjörðinn. Tónlistarsmekkinn þróaði ég með því að hlusta á flestallar popp og rokk tónlistarstefnur sem vesturlönd hafa alið af sér og stoppaði n.b. lengi í hippatímabilinu. Það var reyndar kryddað með Michael Jackson. Svo var það í menntaskóla að ég fór loksins að hlusta á nýrri tegundir rokks. Enn annað mál, brjóst. Mér finnst sílikon brjóst hálfleiðinleg nema þau séu innpökkuð í brjóstahaldara og ég sé ekki að káfa á þeim. Þau eru allt of hörð, hreyfast asnalega og beinlínis gjörsneydd öllum persónuleika.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home