þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Hananú!

Humm... ég er nú ekkert voðalega merkileg persóna er það? A.m.k. virðist bankinn eiginlega ekki kæra sig neitt voðalega mikið um það sem sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki fá á sínum tíma. Ætli ég verði þá ekki að tala við pabba og sjá hvort við getum ekki gert gott úr þessu.

Burt séð frá því. Hvurslags bókhaldskerfi tekur uppá því að sýna engar sölutölur, bara af því að því líður þannig? Þetta er alveg óþolandi en gefur manni eitthvað til að hugsa um... ALLAN DAGINN (sem er ekki gott)!

Ég hef oft velt því fyrir mér hver sé tilgangurinn með því að vera til, kemst aldrei að neinni niðurstöðu, veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Þetta fer sennilega allt eftir því hvernig á það er litið. Sumir vilja vita tilganginn með öllu því þá geta þeir sett sér markmið og stefna að einhverju sem þeir vita hvað er. Aðrir ráfa stefnulaust um og taka því sem að höndum ber. Ekki ætla ég að fara að segja til um það hvor hópurinn hefur það betra, veit ekki einusinni hvorum ég tilheyri sjálfur og sennilega hef ég myndað nýjan flokk. Verst að vera einn í honum! Jæja best að hætta þessu röfli og fara að dunda sér eitthvað... datt eitt í hug sem er góð pæling:

Hláturinn lengir lífið... segja menn. Því er þetta gullkorn dagsins verðugt umhugsunarefni:

Allir vilja lifa lengi, en enginn vill verða gamall! Er engin sanngirni til í heiminum?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home