miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Hananú!

Dagurinn er búinn að vera strembinn. Vaknaði snemma í morgun til að klára verkefni í skólanum, fór síðan til þess að prenta það út og svoleiðis. Sat í tíma til kl. 12:00 fór þá heim, í sturtu og í vinnuna. Er þar enn, bara í matarpásu (fæ mér kaffi). Ég get nú samt ekki sagt að ég sé svífandi ofar skýjunum þessa dagana, það er nokkuð langt frá því. Ég ætla samt ekki að fara að valda einhverjum leiðindum með væli og hætti því hér með smá spurningu... af hverju er lífið svona ömurlegt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home