sunnudagur, apríl 13, 2003

Hananú!

Ég get tekið undir fyrripart kvöldsins með Tommanum. Síðan þarfnast seinniparturinn örlítð betri útskýringa af minni hálfu.

Byrjum á Sössanum, hann var í fínu formi, tók meira að segja epplasnaffs og allt! Síðan þurfti Tomminn endilega að fara eitthvert, átti upphaflega að vera 22. Þar sem okkur Sössa leist ekkert á það að senda drenginn út í óvissuna aleinan var ákveðið að Sössi myndi fylgja honum áleiðis. Ég er voðalega sáttur við að hafa ekki gert það þar sem þegar lá fyrir að svona flakk um bæinn endar alltaf í vitleysu, og vísa ég í grein Tomma í því sambandi. Allavega þá var Sössinn búinn að vera upptekinn af því alla vikuna að útskýra fyrir mér hvað Nasa er mikill skítastaður, sem var ekki erfitt fyrir hann þar sem ég vissi það fyrir. Tomminn reyndi að draga hann þangað, Sössinn brást hinn versti við og fór heim. Sviplegur endir á kvðldinu hans, og Tomma!

Ég skemmti mér á meðan hið besta við að skoppa fyrir framan Birgittu Haukdal og spjalla við landsbyggðar MAinga. Stórgott kvöld sem endaði þó ekki alveg nógu vel þar sem ég fékk mér Hlölla en ekki Nonna... gegn betri vitund.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home