fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Hananú!

Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að gera góða hluti á þessari síðu, hefur tekist að telja mér trú um að ég sé of upptekinn. Merkilegt hvað hugurinn getur haft mikil áhrif... ég er svo upptekinn að ég geri ekki neitt og verkefnin hlaðast upp. Skrítinn heimur, hvað ætli hann sé?

Ég tilkynni hér með brottför einræðisherraefnisins til Patreksfjarðar næsta mánudag, en ferðin er hluti af kynningu flokksins á gæðum einræðis. Búist er við því að flestir bæjarbúar sjái sér fært að bera væntanlegan einræðisherra augum og einhverjir munu njóta þeirrar visku sem hann býr yfir, ekki spurning um að fjölmörg atkvæði munu þarna fá tilgang. Annars kem ég til baka á miðvikudaginn þannig að stoppið er ekki langt, bara svona rétt nóg til að ég geti örugglega spjallað við alla bæjarbúa.

Leiðinlegt með Sössann og þennan cockteaser... samt skemmtilegt fyrir strákinn að geta bætt þessu í minnisbankann, hann getur þá sagt einhverjum frá þessu þegar hann verður gamall og bjargað mörgum manninum frá því að verða fyrir þessari ólukku. Annars kemur dagur eftir þennan og hafa ber í huga slagorð flokksins "á morgun er nýr dagur"! Ég hef einnig komist yfir netfang ástkonu Sössans og getur hann nálgast það hjá mér... þegar ég hef tíma.

Að lokum ein viðbótar tilkynning: Helgi Þór er kominn til landsins (og er víst búinn að vera hér lengi)... af því tilefni mun verða efnt til samdrykkju, einhverntíman og einhversstaðar! Verið viðbúin!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home