Sössi segir
Kæru vinir og velunnarar. Í dag er upprunninn sá dagur er ég spila í fyrsta sinn opinberan leik fyrir prentsmiðjuna Odda. Þetta gerist klukkan 13:15 á firmamóti HK í fífunni.
Allt hefur verið gert til að undirbúa mig sem best fyrir stóru stundina. Á fimmtudag og föstudag fór ég í sund og synti samtals 31 ferð, gekk af mér 140 kaloríur á e.k. stigavél og gerði uþb 35!! magaæfingar. Föstudagskvöldið hefur þegar verið tíundað en á laugardeginum drakk ég kaffi og lagði mig. Allt þetta til að undirbúa líkama minn og huga undir það að hreyfa sig. Þess skal að lokum getið að ég verð í marki.
Kæru vinir og velunnarar. Í dag er upprunninn sá dagur er ég spila í fyrsta sinn opinberan leik fyrir prentsmiðjuna Odda. Þetta gerist klukkan 13:15 á firmamóti HK í fífunni.
Allt hefur verið gert til að undirbúa mig sem best fyrir stóru stundina. Á fimmtudag og föstudag fór ég í sund og synti samtals 31 ferð, gekk af mér 140 kaloríur á e.k. stigavél og gerði uþb 35!! magaæfingar. Föstudagskvöldið hefur þegar verið tíundað en á laugardeginum drakk ég kaffi og lagði mig. Allt þetta til að undirbúa líkama minn og huga undir það að hreyfa sig. Þess skal að lokum getið að ég verð í marki.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home