mánudagur, maí 31, 2004

Hananú!

Áhugaverður dagur... gerði í raun allt sem hægt er að gera.

Þrifadagur, þreif mig (já í alvöru), íbúiðna, skyrtur og golfkylfurnar.
Fór í vinnuna.
Fór í golf...

Held að þetta sé nokkurnveginn komið, fátt fleira hægt að gera sem eitthvað vit er í.

Annars þá er lítið að frétta. Er að fara á Flúðir á fimmtudagsmorguninn. Undirbúningur fyrir golfmót Deloitte sem fer fram á þeim velli þann 11 júní. Hef grun um að ég muni gera stórkostlega hluti, já já ég er nokkuð stapíll leikmaður :-)

Andlegt ástand lagast einnig með hækkandi sól, jamm þetta horfir allt til betri vegar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home