laugardagur, september 04, 2004

Hananú!

Verð að viðurkenna að það er nokkuð langt síðan ég baunaði einhverju hingað inn. Hef ákveðið að nú verði breyting á, virðist alltaf vera svo margt sem mér liggur á hjarta...

Byrjum á byrjuninni, botnunum hans Tomma. Er í hengjandi vandræðum með fyrra stykkið, það seinna er löngu tilbúið.

Fyrir utan það þá eru helstu fréttir þær að Siddinn er kominn í bæinn. Hann virkaði nú bara nokkuð ferskur þegar hann kom hingað til mín til að sækja draslið sitt en var það seinn fyrir að ég var eiginlega sofandi þannig að skynjun mín gæti hafa verið brengluð. Ætti samt að geta orðið nokkuð líflegur vetur ef rétt er haldið á spilunum.

Ég var farinn á fætur klukkan 6:30 í gær, þurfti að keppa í golfi klukkan 7:00. Mótið er holukeppni þar sem keppt er um einn kassa af bjór... og mikinn heiður. Einnig eru nándarverðluan á einn par 3 holu og verðlaun fyrir það eru kippa. Ég byrjaði sterkt og vann nándarverðlaunin með mínu fyrsta höggi. Það er síðan skemmst frá því að segja að þrátt fyrir ágæta spilamennsku þá náði ég ekki að vinna nema eina holu og er 2 holum undir í hálfleik. Síðari hálfleikur verður leikinn á sama tíma næsta miðvikudag á Korpúlfsstaðavelli.

Ég hitti undarlega manneskju á bar um daginn. Þetta var reyndar gamall skólafélagi og tókum við tal saman. Uppúr því velti hann því fyrir sér afhverju íslenskar konur vildu hann ekki, til langframa. Hans kenning var sú að þær föttuðu strax hvurslags hálfviti hann væri. Ég þekki nú eitthvað til íslenskra kvenna og hafnaði þessari kenningu samstundis, þær eru sko alls ekkert bjartari perur en þær erlendu að mínu mati. Ég ynnti hann frekar um málið og sagan var...

"Ég hitti íslenska stelpu sem mér leist voðalega vel á og bauð henni út að borða á menningarnótt. Ég fattaði hinsvegar ekki að panta borð og eftir að hafa rölt á milli allra staða í miðbænum og fengið frávísun þá sá ég útigrill á Victor, borgari og bjór á 800 kall! Ég splæsti á okkur en þar sem engin sæti voru laus settumst við á gangstéttina og snæddum borgara og Heineken úr dós. Síðan fengum við í magann. Til að redda því gerðist ég mökkölvaður en náði engu að síður að sannfæra hana um að eyða nóttinni með mér, síðar um nóttina færði ég henni kynsjúkdóm að gjöf. Nú vill hún bara ekkert tala við mig!"

Mín greining: Það er ekkert að þessum manni, íslenskar konur gera bara óraunhæfar kröfur til okkar karlmanna. Við eigum að vera eins og þær vilja, þessvegna eru þær alltaf að reyna að breyta okkur! Þær hinsvegar eru fullkomnar eins og þær eru...(?)

Annars er ég ósköp rólegur í augnablikinu og er að búa mig andlega undir landsleikinn. Ég hef aldrei séð íslenska landsliðið tapa á Laugardalsvelli og spurning hvort það heldur áfram í dag. Ég vona það, það er gaman þegar vel gengur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home