fimmtudagur, október 28, 2004

Sössi segir

Vinir og félagar hafa flestallir heyrt mig kvarta yfir Einari Leifi, heimska og nöldrandi prentaranum. Undanfarið hafa snerrur okkar haldið áfram og dag varð þetta líflegra en oft áður.

Í síðustu viku var ég eitt kvöld á vélinni hans Einars (í daglegu tali kölluð "Vélin hans Einars"). Þegar hann mætti svo um morguninn fann hann ekkert til að nöldra yfir, þannig að hann nöldraði yfir því að ég hefði gengið of vel frá!

Í gær var ég síðan aftur á vélinni hans Einars því að sáralítið var að gera á minni. Fljótlega áttaði ég mig á því að ég gæti náð að klára öll svörtu og teljaralausu (s.s. þægilegu) verkin áður en gerpið mætti á vakt. Og viti menn, ég var á síðasta þægilega verkinu þegar hann mætti. Hamingja mín varð algjör þegar hann sá hvað var eftir og varð pirraður og það angraði mig ekkert þegar hann byrjaði að nöldra. Sjibbí!

Í dag var ég aftur á vélinni og bara að númera verk sem var búið að keyra. Við þær aðstæður hitna valsarnir nema sett sé á þá smurolía, sem ég og gerði. Á vaktaskiptunum mætti gerpið aðeins of seint eins og er hans háttur. Hann heilsaði og setti sig í stellingar til að finna eitthvað umkvörtunarefni en fann ekkert markvert þangað til hann skoðaði valsana. "Hvað ertu með á völsunum?" hreytti hann út sér. Ég sagði eins og var, að þetta væri smurolía. "Þú átt ekki að nota smurolíu, hún skemmir valsana! Þú átt að nota efnið sem er notað á vélinni hans Sigga (þar nota menn víst smurolíu). Þú verður aðeins að spyrjast til vegar!". Ég gaf mér að hann ætti við að ég ætti spyrjast fyrir um hvaða efni ég ætti að nota og sagði "Nú, hvaða efni er það?". Og skyndilega bara mundi hann bara ekki hvað efnið heitir. Djöfull langaði mig til að láta hann stafa fyrir mig S M U R O L Í J A. Ég snappaði og öskraði á hann að hætta þessu kjaftæði, svo öskraði ég eitthvað fleira á hann (sem ég man ekki) og strunsaði út titrandi af bræði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home