miðvikudagur, september 22, 2004

Sössi segir

Fann vasastílabók um daginn og þar á meðal var þessi snilld eftir Eyþór Kára Eðvaldsson.

-Merkileg uppfinning-

Einn morguninn tók kennarinn
hægra eyrað af einum nemandanum,
setti það á myndvarpann
og stækkaði það fimmtíusinnum upp á töflu.
Sagði svo við nemandann þar sem hann sat
eineyrður með blóðið lekandi út úr hausnum.
"Þetta hefði ekki verið hægt
ef John Stevenson
hefði ekki fundið upp myndvarpann
árið 1901."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home