Sössi segir
ATH ATH Það hefur löngum vakið furðu að Haraldur hafi aldrei verið kýldur niðri í bæ. Þetta var að sjálfsögðu vitleysa, samanber þessa færslu
[ sunnudagur, janúar 26, 2003 ].
Hananú!
Það er ekki nóg með það að maður hafi borgað offjár til þess að fara inn á stað þar sem 2 voru stór hluti af heildinni, barinn var dýrari en meðal vændiskona á vesturlöndum og sterabuff ganga um og lemja saklausa gesti, heldur er maður síðan sakaður um að hafa mök við dýr og þau karlkyns. Þetta kallar maður vini sína!
Þetta byrjaði fínt, Jack á klaka og Joe Dirto. Nokkrir náungar og bara almenn stemming, fórum heim til mín og drukkum 2 rauðvínsflöskur (1 hjá Tomma reyndar) og spil. Ég veit síðan ekki hvernig, en húsbóndi heimilisins keypti sér bæjarleyfi. Við keyrum niður laugaveginn syngjandi færeyska þjóðlagatónlist og íslenskar þýðingar á þekktum lögum... allir gluggar niðri, við vorum svo góðir! Röltum um en eins og svo oft áður þá vorum við að fara á einn ákveðinn stað... það vissi það bara enginn nema sá sem réð ferðinni. 1.500 fyrir ekkert... vafasamt, ég borgaði samt af því að ég taldi að það væri eitthvað í gangi sem ég mætti ekki missa af. Tommi borgaði auðvitað ekki neitt. Ég gerði mér strax grein fyrir því að við höfðum gert mistök þegar ég sá alla hina 9 sem voru inni á staðnum. Ákvað því að fara á barinn og reyna að leiðrétta þennan misskilning. Einfaldur af öllu á 500! Það lá við að manni yrði illt í bossanum bara við að vera á svæðinu, slíkt var verið að þjappa í manni. Engu að síður var ég staddur innan tíðar í hópi fólks, sem myndaði meirihluta á svæðinu, með andvirði 3.000 kr (1.500 í hvorri hendi). Tommi slapp auðvitað við að borga (hvurslags spilling er þetta eiginlega?). Þá þurfti einhver að benda greindarskertu sterabuffi á það að hann væri... greindarskert sterabuff!!! Ég get svo svarið að það var ekki ég. Hann slefaði einhverju út úr sér, fékk nokkrar móðganir (vek athygli á því að ég var upptekinn við að verja eigur mínar og vandaði mig við að segja ekki allt það sem mér datt í hug) og gekk síðan í burtu. Það var samt augljóslega eingöngu til þess að taka tillhlaup svo að hann gæti barið einhvern í hausinn... MIG! Hvern andskotann þurfti hann að vera að staðfesta það sem var verið að reyna að útskýra fyrir honum allan tímann? Skyndilega hafði eignasafnið mitt minnkað verulega. Í hristingnum varð nefnilega á að giska 33% rýrnun. Eftir þetta gerðist ekki margt og við fórum á Nonna. Lambabátur, góð máltíð. Síðan var farið að saka mig um að hafa haft mök við húsdýr. Ég veit að sumt sem ég hef gert um ævina er vafasamt en þetta er nú einum of... og þetta kallar maður vini sína.
Af hverju er lífið svona ömurlegt?
Sössi & Halli [11:50 AM]
ATH ATH Það hefur löngum vakið furðu að Haraldur hafi aldrei verið kýldur niðri í bæ. Þetta var að sjálfsögðu vitleysa, samanber þessa færslu
[ sunnudagur, janúar 26, 2003 ].
Hananú!
Það er ekki nóg með það að maður hafi borgað offjár til þess að fara inn á stað þar sem 2 voru stór hluti af heildinni, barinn var dýrari en meðal vændiskona á vesturlöndum og sterabuff ganga um og lemja saklausa gesti, heldur er maður síðan sakaður um að hafa mök við dýr og þau karlkyns. Þetta kallar maður vini sína!
Þetta byrjaði fínt, Jack á klaka og Joe Dirto. Nokkrir náungar og bara almenn stemming, fórum heim til mín og drukkum 2 rauðvínsflöskur (1 hjá Tomma reyndar) og spil. Ég veit síðan ekki hvernig, en húsbóndi heimilisins keypti sér bæjarleyfi. Við keyrum niður laugaveginn syngjandi færeyska þjóðlagatónlist og íslenskar þýðingar á þekktum lögum... allir gluggar niðri, við vorum svo góðir! Röltum um en eins og svo oft áður þá vorum við að fara á einn ákveðinn stað... það vissi það bara enginn nema sá sem réð ferðinni. 1.500 fyrir ekkert... vafasamt, ég borgaði samt af því að ég taldi að það væri eitthvað í gangi sem ég mætti ekki missa af. Tommi borgaði auðvitað ekki neitt. Ég gerði mér strax grein fyrir því að við höfðum gert mistök þegar ég sá alla hina 9 sem voru inni á staðnum. Ákvað því að fara á barinn og reyna að leiðrétta þennan misskilning. Einfaldur af öllu á 500! Það lá við að manni yrði illt í bossanum bara við að vera á svæðinu, slíkt var verið að þjappa í manni. Engu að síður var ég staddur innan tíðar í hópi fólks, sem myndaði meirihluta á svæðinu, með andvirði 3.000 kr (1.500 í hvorri hendi). Tommi slapp auðvitað við að borga (hvurslags spilling er þetta eiginlega?). Þá þurfti einhver að benda greindarskertu sterabuffi á það að hann væri... greindarskert sterabuff!!! Ég get svo svarið að það var ekki ég. Hann slefaði einhverju út úr sér, fékk nokkrar móðganir (vek athygli á því að ég var upptekinn við að verja eigur mínar og vandaði mig við að segja ekki allt það sem mér datt í hug) og gekk síðan í burtu. Það var samt augljóslega eingöngu til þess að taka tillhlaup svo að hann gæti barið einhvern í hausinn... MIG! Hvern andskotann þurfti hann að vera að staðfesta það sem var verið að reyna að útskýra fyrir honum allan tímann? Skyndilega hafði eignasafnið mitt minnkað verulega. Í hristingnum varð nefnilega á að giska 33% rýrnun. Eftir þetta gerðist ekki margt og við fórum á Nonna. Lambabátur, góð máltíð. Síðan var farið að saka mig um að hafa haft mök við húsdýr. Ég veit að sumt sem ég hef gert um ævina er vafasamt en þetta er nú einum of... og þetta kallar maður vini sína.
Af hverju er lífið svona ömurlegt?
Sössi & Halli [11:50 AM]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home