Sössi segir
Ja ansans! Vopnafjarðarmótinu í Golfi er nýlokið. Spilað var Texas scramble og þegar eitt holl átti eftir að koma í hús var ég með nándarverðlaunin og sá fram á að spila bráðabana um sigurinn. En nei, kokkurinn og krakkaskrattinn tóku fyrsta sætið og einhver Kristján úr Bakkafirði hirti nálægðarverðlaunin, UTANBÆJARMAÐUR! Þetta eru n.b. fyrstu kynni mín af Bakkafirðingi. Svo er Haraldur er frekar óhress með golfíþróttina.
Veðrið er búið að vera nokkuð athyglisvert. Við keyrðum nefnilega fram úr þoku á Holtavörðuheiðinni og hún er búin að elta okkur síðan. Vissulega ferðast hún hægar en við, en virðist vinna það upp meðan við sofum. Þetta er augljóslega alheiminum og Munda að kenna.
Vistin og allur viðurgerningur er með besta móti hér á Skjaldþingsstöðum. Sannast hér hið fornkveðna að til sveita er að finna fegursta mannlífið og flestar kökur.
Má því segja að Daninn kvaddur 2005 Tour haltri nokkuð ákveðið af stað.
Ja ansans! Vopnafjarðarmótinu í Golfi er nýlokið. Spilað var Texas scramble og þegar eitt holl átti eftir að koma í hús var ég með nándarverðlaunin og sá fram á að spila bráðabana um sigurinn. En nei, kokkurinn og krakkaskrattinn tóku fyrsta sætið og einhver Kristján úr Bakkafirði hirti nálægðarverðlaunin, UTANBÆJARMAÐUR! Þetta eru n.b. fyrstu kynni mín af Bakkafirðingi. Svo er Haraldur er frekar óhress með golfíþróttina.
Veðrið er búið að vera nokkuð athyglisvert. Við keyrðum nefnilega fram úr þoku á Holtavörðuheiðinni og hún er búin að elta okkur síðan. Vissulega ferðast hún hægar en við, en virðist vinna það upp meðan við sofum. Þetta er augljóslega alheiminum og Munda að kenna.
Vistin og allur viðurgerningur er með besta móti hér á Skjaldþingsstöðum. Sannast hér hið fornkveðna að til sveita er að finna fegursta mannlífið og flestar kökur.
Má því segja að Daninn kvaddur 2005 Tour haltri nokkuð ákveðið af stað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home