föstudagur, janúar 24, 2003

Hanannú!

Menn eru bara orðnir styggir... Burt séð frá því þá ætla ég ekki að tjá mig um bolta í dag, það eru mikilvægari íþróttir sem þarf að sinna, og hyggst ég gera það hér á eftir. Þar sem ég lá (og ligg reyndar enn) í bælinu þá hringir Jón Rafn félagi minn í mig og tilkynnir mér að hann sé með kossasótt og sé farinn til Akureyrar! Hann verður ekki með í neinum bolta í vor. Ég get reyndar ekki skilið hvernig það á að geta hjálpað honum að fara í sama sveitarfélag og kellingin hans sem hlýtur að hafa smitað hann til að byrja með! Já, þær eru allar vondar nema mamma! (amma mín er reyndar töffari). En nú að íþróttunum...

Formúla F: Skemmtileg blanda af akstursíþrótt og þýskri klámmynd sem yrði, eins og liggur í hlutarins eðli, strax gríðarlega heitt sjónvarpsefni. Útskýri þetta enn betur síðar nú var að koma upp mjög áríðandi mál, þarf að þrýsta úr þarminum.

Helvítis pípara fífl!!! Það eru píparar að vinna fyrir fólkið sem býr við hliðina á mér og ekkert nema gott um það að segja, NEMA.
1) Þeir klúðrurð einhverju og allur stigagangurinn fyrir framan hjá mér er rennandiblautur!
2) Þeir hafa reynt að bjarga sér með því að nota handklæðin MÍN til að þurrka upp!
3) Ég var nýbúinn að þvo þau og þau héngu þurr í þvottahúsinu mínu!
4) Þar sem gangurinn er rennandi þá hlýtur þurrkunin að hafa mistekist hjá þeim!
5) Á einhverjum tímapunkti þá hafa þeir tekið kaldavatnið af baðherberginu mínu!
6) Það þýðir að það rennur ekkert vatn í klósettkassann minn!
7) Þeir eru farnir og búnir... EN SETTU VATNIÐ EKKI Á AFTUR!

Helvítis pípara fífl!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home