laugardagur, febrúar 01, 2003

Punkfuckers

Að gefnu tilefni! Skyldir þú ganga fram á karlkyns prentara sem stendur eins og kvenskyns klámmyndastjarna skaltu ekki gera grín að viðkomandi. Það endar ekki fallega.

Nú jæja, ég er sem sagt búinn að komast að þeirri niðurstöðu að ég sé slæm manneskja. Þetta get ég rökstutt og það ítarlega.

Item I: Ég er með horn

Item II: Í vinnunni (og annarsstaðar) hlusta ég eingöngu á tónlist djöfulsins og er pirraður þegar ég villist inn á þær rásir sem Guði eru þóknanlegar.

Item III: Í vinnunni er dagatal frá því ágæta fyrirtæki Wurth. Þetta dagatal prýðir myndir af ungum konum við
hversdagslega iðju ýmiskonar, s.s. að standa á ströndinni, liggja á bakinu á ströndinni, liggja á hliðinni á ströndinni o.s.frv. Stúlkur þessar eru greinilega yndislegar manneskjur, en staldra ég við og hugleiði og met það við þær. Nei, ég skima hvern nakinn blett og velti fyrir mér lögun og áferð líkama þeirra sem kjötstykki ein væru.

Sönnun telst lokið

Að lokum. Félaginn að gera góða hluti, kominn heim til mömmu. Það var rétt. Annars var Tómas nýkominn til Grundarfjarðar þegar kviknaði í húsi þar í bæ, grunsamlegt:-)!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home