mánudagur, mars 24, 2003

Punkfuckers

Vá maður! Ég horfði á tvær stríðsmyndir um helgina og komst að því að ég er meiri kveif en áður var talið. Hunted eða hvað hún heitir er slæm, ekkert nema blóð. Hvorki gröftur né kynlíf.
Ennfremur minnir framvindan helst á hjartalínurit. Silly!

Annars hef ég áhyggjur af samkeppninni í golfheimum, Halli ætlar að fá sér golfhandklæði í stíl við pokann sinn og Tommi á þegar eitt slíkt! Þetta krefst alklæðnaðs af minni hálfu ef ég á ekki að missa niður forskotið sem skórnir og hanskinn veittu mér. Hinsvegar er ég náttúrulega með teppi en þeir parket þannig að ég næ að bæta púttið allnokkuð. HMMMAHAHAHHAMÚHÚHÚ

Respect my authority PUNK!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home