miðvikudagur, mars 19, 2003

Fly you fools

Aaahh, fallegur dagur runninn upp á ADSL internetinu mínu. Ef ég held svona áfram verð ég orðinn næpuhvítur í ermalausum bol með pizza sósu á stórri bumbunni innan mánaðar. Jesús minn. Þvílíkur tímaþjófur sem þetta internet er. Þegar maður var með 56k módem þá var maður snöggur inn og lengi að hlaða inn upplýsingum og snöggur út aftur þegar maður var búinn að fá það sem að manni vantaði. En með ADSL þá er maður sítengdur og heldur að maður sé að græða með því að hanga tímunum saman og surfa netið á meðan maður downlódar heilu Gígabætunum af allskyns vitleysu. Nú þegar er ég búinn að ná í nýjasta friendsþáttinn og MrDeeds bíómyndina og heilan helling af lögum. Og maður byrjar að spá í að lífið hafi verið mikið einfaldara á dögum 56k módemsins. Semsagt inn og út. Í staðinn fyrir að fara bara inn og aldrei aftur út. Jæks, þetta er orðið scary.

Hehehe, ég var að lesa um snillingana á Akureyri sem gleymdu að gera ráð fyrir klósettum í Boganum (nýja knattspyrnuhúsinu) og það mega bara vera 25 manns inni í því í einu. Semsagt tvö fótbolta lið einn dómari og tveir línuverðir. Varamennirnirverða bara að bíða úti. hahahahahaha í kuldanum. Hei það er skipting í gangi. Já hann er að hlaupa út í bíl og ná í varamannninn. hehehehehehahahahaha. Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt. hehehe.

Já, svo að hann Halli litli er að drukkna í verkefnum. Drukknandi manni er best að lifa, eða eitthvað svoleiðis. Já og ég held að ég sé bara sammála Halla um að 56k tenging sé bara fín tenging.

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home