þriðjudagur, mars 18, 2003

There can be only one

Hmmm, ég hef tekið eftir því upp á síðkastið að skrifunum hér inni hefur farið minnkandi undanfarið. Sjálfur hefur marr verið hálf latur og ekki hefur heyrst mikið frá "hananú"aranum. Sá sem heldur uppi heiðrinum hérna er sá sem hafði hvað mest að gera um helgina. Fór til London og alles. Og má lesa hér að neðan að þar hafi hann komist í feitan pakka. Reyndar vorum við Halli að brasa ýmislegt um helgina, eins og að rústa íbúðinni hans Sidda hehehe. Ljóta vitleysan. Það að menn á þesusm aldri skuli sprauta bjór yfir menn sem eru á hinum aldrinum. Fuss og svei.

Það er snilld að vera með ADSL. Sérstaklega ef marr hefur verið með 56k módem allt sitt líf, sem er ansi langt. Búinn að hafa þessa snilld í nokkra klst og strax búinn að downlóda helling af drasli. Reyndar hefði maður ekkert á móti svosem eins og einni háskólatengingu en það verður að bíða betri tíma. Siddi þar hefurðu það, ég öfunda þið sniff.

Það er líklega best að tala ekkert um boltann á sunnudaginn þar sem úrslitin fóru á versta veg fyrir bumburnar. Gæinn, Halli og ég vorum saman í liði og fórum allir frekar fúlir út urrrr.

Fór í sund í gær og uppgvötvaði mér til mikillar skelfingar að ég er búinn að léttast um 2kg. Ef þetta heldur svona áfram verður mér vísað burt af bumbusíðunni. Mér líður eins og gaurnum í bókinni Visnaðu eftir Stephen King. Sjæse.

Jæja, nú skora ég á Hallann að fara að girða sig í brók og setjast við skriftir.

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home