laugardagur, mars 08, 2003

Show me the money

Shit hvað maður er slappur í dag. Fór á skrall í gær, reyndar óvænt. Raggi sem vinnur með mér kom með þá snilldar hugmynd (fannst mér á þeim tímapunkti) að fá sér öllara eftir vinnu sem og við gerðum. Úff, eftir einn öllara var ekki aftur snúið. Hver öllarinn rak annan og innan skamms var maður orðinn rammhálfur. Þegar ræstingakellingin rak okkur út upp úr tíu var farið heim til Halla og haldið áfram við fyrri iðju. Reyndar voru þessir nerðir að spila rólpley í gúddí fíling og þurfti ég að fylgjast með þessari sorglegu athöfn í c.a. hálftíma. Verstu þrjátíu mínútur lífs míns. (ekki illa meint drengir). Þegar því lauk vorum við Halli einir eftir (reyndar var Júlli sofandi í sófanum) og sátum við að sumbli eitthvað frameftir. Síðan var farið í bæinn og Tomminn tórði til sex í þetta skiptið. Ótrúlegur árangur.

Bæjarferðin var nú ósköp týpísk, rölt á einhverja staði og endað á Nonna. Visa kortið var notað og þarf undirritaður að skila því til yfirvaldsins mjög fljótlega.

Jæja nenni ekki að bulla meira.

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home