sunnudagur, apríl 20, 2003

Hananú!

Það er nú eitthvað lítið um hreyfingar hér hjá okkur núna, svona rétt yfir hátíðirnar. Veit svo sem ekki af hverju það er hjá félögunum en hjá mér er það ekkert annað en yfirbyggð leti. Ég tel mér alltaf trú um að ég geti ekki skrifað neitt því að ég þurfi að læra... svo fer ég að horfa á sjónvarpið. Þetta er annars alveg óþolandi, nú er ég búinn að hafa góðan tíma til að undirbúa mig fyrir komandi próf en ekki virðist tíminn hafa verið notaður nægilega vel. Nú er ég orðinn stressaður og farið að litast illa á blikuna! Redda þessu samt örugglega eins og ég er vanur.

Gaman væri að fá smá húmor til að létta sér lífið á þessum síðustu og verstu tímum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home