laugardagur, janúar 17, 2004

Sössi segir

Ég er óhreinn á sálinni. Ég hugsaði nefnilega feminiska hugsun í gær þegar ég var að horfa á Amerika´s next model. Ein stúlkan var að segja að ef þessi keppni gengi ekki upp færi hún líklega bara í það að gifta sig og eignast börn. "Ha" hugsaði ég hátt "Ætlarðu bara að verða eiginkona og útungunarvél. Af hverju menntarðu þig þó ekki sem sem eitthvað ómerkilegt svo þú hafir vísi að sjálfstæði og frama. " Ég skammast mín og hef ákveðið að til að venja mig af þessu muni ég auðmýkja mig á almannafæri í hvert skipti sem þessar hugsanir bóla á sér. Það er með því að segja frá þeim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home