sunnudagur, apríl 11, 2004

Sössi segir

Ok. Mikið hefur gerst síðan síðast. Í fyrsta lagi vann Mundi fimm Catan spil í röð og það var orðið svolítið þreytt á fyrsta spili (ég meina, ó mæ god!!). ÉG stöðvaði sigurgönguna , sem gerir mig að eflaust nokkurskonar ofurhetju. Ok það hefur kannski ekkert voðalega mikið gerst síðan síðast. Föstudagskvöldið fór Mundi á pöbbarölt og tók mig með. Við hittum fullt af fólki sem hann þekkir og ég reyndi bara að auka glimmerið á viðkomandi stað með því að vera sætur.
Gærdagurinn var aftur á móti et stort success. Fór ekki á fætur fyrr en hálffimm og horfði á Bond, James Bond og bíómyndir þangað til ég fór að sofa.
Sem stendur sit ég uppi í rúmi og tala við sjálfan mig og okkur leiðist báðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home