föstudagur, september 10, 2004

Hananú!

Þróunarkenningin er umræðuefni dagsins:

Nú er því svo farið að frá því við komum í heiminn er okkur sagt að við séum búin að þróast frá öpum. Rekinn er harður áróður fyrir því á öllum stigum skólakerfisins og þeir sem velta upp öðrum hugmyndum eru dæmdir sem hálfvitar, ofsatrúarmenn og geðskjúklingar. Rök þeirra sem áróðurinn reka eru yfirliett þau að þetta sé "sannað" eins og standi í bókinni. Ég er einn þeirra sem er ekki tilbúinn að afneita öðrum möguleikum en þróunarkenningunni og hef mátt þola ýmislegt vegna þess.

Fyrir "nokkru" síðan trúðu menn þeirri kenningu að jörðin væri flöt, þeir sem voru ekki á sama máli fengu svipaða meðferð og þeir sem velta upp öðrum möguleikum en þróunarkenningunni, þó öllu "endanlegri". Steingervingaskráin átti að sanna þróunarkenninguna með tíð og tíma þegar hún þéttist og myndaði samfellda heild. Síðan eru liðin meira en 100 ár og ógrynni steingervinga hafa fundist en skráin er engu þéttari en áður. Hinu verður ekki neitað að búið er að uppgötva töluvert mikið af nýjum fullbúnum lífverum sem eru nú útdauðar.

Hesturinn var sú lífvera sem menn töldu hafa hvað þéttasta þróunarsögu og voru hvað stoltastir af. Jafnvel töldu menn að hún "sannaði" þróunarkenninguna og voru hinir bröttustu. Svo vildi svo til fyrir innan við ári síðan að leiðangursmenn í suður Ameríku fundu lítið fælið dýr á stærð við hreysikött þar sem þeir voru að þvælast í regnskógunum. Við nánari athugun kom í ljós að þarna var á ferð einn af forfeðrum hestsins, sprelllifandi og alls óskyldur. Ekki voru menn nú hrifnir af þessari uppgötvun og hefur hún ekki farið mjög hátt á opinberum vettvangi.

Það er skemmst frá því að segja að þeim vísindamönnum fjölgar ört sem eru að missa trúna á þróunarkenninguna sem slíka. Með þeirri tækni að greina aldur beina út frá einhverri geislun er búið að henda burt úr steingervingaskránni fjöldanum öllum af "milliliðum" sem vísindamenn vildu að væru á ákveðnum stöðum í keðjunni, þessir steingervingar voru í raun aldrei meira en óskhyggja þeirra sem vildu sanna þróunarkenninguna.

Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar en vona að einhverjar spurningar vakni í huga þeirra sem þetta lesa. Ég er ekki með neina töfralausn á tilvist ólíkra tegunda, aðeins að benda á að þróunarkenningin er kenning, ekki staðreynd!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home