þriðjudagur, september 07, 2004

Hananú!

Íslendingar steinlágu á Laugardalsvellinum, alger synd. Kannski ættum við að "kaupa" menn eins og Berbatov? Maðurinn er alltaf fyrsta pick í slavaliðin mín í CM, sýnir kannski hvað ég hef mikið vit á knattspyrnu.

Kvöldið var annars nokkuð gott, og alls ekki svo dýrt þrátt fyrir mikla drykkju á bar... kannski ég borgi samt eitthvað af þessu til baka, ég er nú svo yndisleg manneskja.

Fyrir utan það þá var ekki svo yndisleg manneskja á Classic Sportbar sem beit mig í hálsinn. Veit ekki alveg hvað fékk hana til þess en allavega kom ég óskaddaður út úr því, nema kannski á sálinni. Þetta er núttlega svolítið erfið lísreynsla.

Annars er maður nú kominn í töluverðan bolta, 3 kvöld í viku. Er að vonast til þess að það dugi til að maður versni allavega ekki frá núverandi ástandi yfir veturinn, þá er ég að tala um líkamlegt atgervi. Býst við því að veturinn færi með sér andlega deyfð, líkt og venjulega.

Svo er ég auðvitað alltaf að vinna í þessu með rússneska endurskoðandann, góðir hlutir gerast hægt :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home