miðvikudagur, desember 15, 2004

Sössi segir

Jamm og jamm. Tók tólf tíma vakt í gær á tveggja lita speedmaster 52. Verkin þar eru oft meira vesen en á GTO sem ég er vanalega á. Allavega, þar sem ég er í góðri stemmningu, orðinn harkalega stressaður og beinlínis reiður, læðist einn prentarinn upp að mér og lætur mér bregða. Heiftugt primalöskrið frá mér heyrðist um mest allan salinn, sem er nota bene stór og fullur af vélum í gangi. Menn harða þriggja tíma törn í að koma mér í gott skap.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home