mánudagur, febrúar 03, 2003

Hananú!

Viðburðarík og skemmtileg helgi er að baki og framundan er grár hversdagsleikinn. Ég bý nú í heimi hinna netlausu, þar sem tengingin mín er hætt að virka, og því er viðbúið að lítið verði um interactive samskipti hjá mér á næstunni. Annars get ég lítið sagt... hörð drykkja frá fimmtudegi til sunnudags, og bara yfirhöfuð mjög gaman.

Smá vandræði. Við Sössi erum búnir að reikna út að rauðvínið okkar muni ekki endast nema max 3 vikur í viðbót. Það er skemmst frá því að segja að við ætlum að fara í dag og kaupa 2 blöndur og leggja í. Hugsanlegt er að við lendum í einni helgi sem gæti orðið dýr en það verður bara að hafa það... lífið verður að hafa sinn vana gang.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home