Somebody stop me
Úff, þvílíkt ÖMURLEG helgi. Jú jú, fór á djammið á föstudaginn með Steina mág og Jón Frímanni félaga frá Akranesi. Það var mjög fínt, byrjuðum á að sötra bjór og horfa á Billy Connolly sem er einhver sá besti stand up comedian sem ég hef séð. Maðurinn er algjör SNILLINGUR, og ekki skemmir það fyrir að gaurinn er skoskur í þokkabót. Svo þegar við vorum búnir að horfa á þennan snilling og sötra nokkra öllara þá fórum við bara að spjalla og hlusta á tónlist, svona nokkuð melló á því bara. Síðan röltum við niður í bæ og viti menn, heldurðu bara ekki að við höfum rekist á Hermann Hreiðarsson landsliðsmann með meiru. Þá kemur í ljós að Jón Frímann og Hemmi þekkjast nokkuð vel þar sem að Hemmi er giftur frænku Jóns Rögnu Lóu Stefánsdóttur. Við förum eitthvað að spjalla við kappann um daginn og veginn, aðallega veginn samt, svo berst talið náttúrulega að Isspiss félaginu sem Hemmi spilar með við góðann orðstír. Svo fer Hemmi að verða stórkarlalegur og talar um að bjóða okkur á úrslitakeppnina í fyrstu deildinni. Þá kom Steini með þetta líka ægilega diss og spyr hvort að hann ætli þá að horfa með okkur á þetta. Og við sprungum úr hlátri og aumingja Hemmi varð alveg kjaftstopp hehehe. Þetta var mjög fyndið. Síðan lá leið okkar á eitthvert pöbbarölt og fátt markvert gerðist eftir það.
Jæja, þá rennur laugardagurinn upp fagur og bjartur og Tomminn vaknar alveg ótrúlega hress miðað við bjórmagnið sem kallinn hafði látið ofan í sig kvöldið áður. (það má geta þess að Tomminn tórði til 4 og var með ráð og rænu til að spjalla við konuna sína og allt þegar hann kom heim). Jamm, hvar var ég... Já alveg rétt, ég vakna um 11 leytið og skelli mér í sturtu. Svo lá leiðin heim til Gaua félaga míns þar sem ég og Dabbi frændi ætluðum að horfa á MUFC vs AFC og þvílíkur andskotans skítbuxa helvítis djöfulsins AUMINGJASKAPUR. Þetta byrjaði reyndar ágætlega Góli Sólarsker átti skot í stöng og svo kom þetta ÓTRÚLEGA KLÚÐUR hjá Fryan Kiggs. Jesús minn, ég hélt að menn sem fá árslaun venjulegs ráðherra í hverri viku ættu að geta nýtt svona færi EINN Á MÓTI OPNU MARKI. SHIT SHIT SHIT. /(#)=")/#$%/#$(")#/$"#)%/"#%)!"=#)%/"#=%/ (ritskoðað) AAAAARRRRRRGGGG.
Og svo toppaði Inter helgina með því að tapa fyrir Chievo. Þunglyndi þunglyndi og aftur þunglyndi.
Ég vona bara að niðurbæld reiði mín bitni ekki á neinum sem ég þekki í boltanum í kvöld.
Þangað til næst.....
Úff, þvílíkt ÖMURLEG helgi. Jú jú, fór á djammið á föstudaginn með Steina mág og Jón Frímanni félaga frá Akranesi. Það var mjög fínt, byrjuðum á að sötra bjór og horfa á Billy Connolly sem er einhver sá besti stand up comedian sem ég hef séð. Maðurinn er algjör SNILLINGUR, og ekki skemmir það fyrir að gaurinn er skoskur í þokkabót. Svo þegar við vorum búnir að horfa á þennan snilling og sötra nokkra öllara þá fórum við bara að spjalla og hlusta á tónlist, svona nokkuð melló á því bara. Síðan röltum við niður í bæ og viti menn, heldurðu bara ekki að við höfum rekist á Hermann Hreiðarsson landsliðsmann með meiru. Þá kemur í ljós að Jón Frímann og Hemmi þekkjast nokkuð vel þar sem að Hemmi er giftur frænku Jóns Rögnu Lóu Stefánsdóttur. Við förum eitthvað að spjalla við kappann um daginn og veginn, aðallega veginn samt, svo berst talið náttúrulega að Isspiss félaginu sem Hemmi spilar með við góðann orðstír. Svo fer Hemmi að verða stórkarlalegur og talar um að bjóða okkur á úrslitakeppnina í fyrstu deildinni. Þá kom Steini með þetta líka ægilega diss og spyr hvort að hann ætli þá að horfa með okkur á þetta. Og við sprungum úr hlátri og aumingja Hemmi varð alveg kjaftstopp hehehe. Þetta var mjög fyndið. Síðan lá leið okkar á eitthvert pöbbarölt og fátt markvert gerðist eftir það.
Jæja, þá rennur laugardagurinn upp fagur og bjartur og Tomminn vaknar alveg ótrúlega hress miðað við bjórmagnið sem kallinn hafði látið ofan í sig kvöldið áður. (það má geta þess að Tomminn tórði til 4 og var með ráð og rænu til að spjalla við konuna sína og allt þegar hann kom heim). Jamm, hvar var ég... Já alveg rétt, ég vakna um 11 leytið og skelli mér í sturtu. Svo lá leiðin heim til Gaua félaga míns þar sem ég og Dabbi frændi ætluðum að horfa á MUFC vs AFC og þvílíkur andskotans skítbuxa helvítis djöfulsins AUMINGJASKAPUR. Þetta byrjaði reyndar ágætlega Góli Sólarsker átti skot í stöng og svo kom þetta ÓTRÚLEGA KLÚÐUR hjá Fryan Kiggs. Jesús minn, ég hélt að menn sem fá árslaun venjulegs ráðherra í hverri viku ættu að geta nýtt svona færi EINN Á MÓTI OPNU MARKI. SHIT SHIT SHIT. /(#)=")/#$%/#$(")#/$"#)%/"#%)!"=#)%/"#=%/ (ritskoðað) AAAAARRRRRRGGGG.
Og svo toppaði Inter helgina með því að tapa fyrir Chievo. Þunglyndi þunglyndi og aftur þunglyndi.
Ég vona bara að niðurbæld reiði mín bitni ekki á neinum sem ég þekki í boltanum í kvöld.
Þangað til næst.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home