miðvikudagur, mars 26, 2003

Just call me Deeds, easy with that Longfellow name will ya

Ouch, Enn er marr bara veikur og enginn bolti í kvöld. Þetta er nú ekki eðlilegt ástandið á manni þessa dagana, sitjandi við tölvuna allan liðlangan daginn þess á milli sem að maður hóstar á skjáinn. Ég þurrka ábyggilega svona 10 sinnum af honum á dag. Og ekki er það mitt uppáhalds húsverk en maður verður jú að sjá hvað maður er að brasa.

Svo að helvítis nallarni slógu út Chelsea, djöfullinn sjálfur, og ég sem var farinn að vona að þeir myndu klúðra þessu tímabili algjörlega. Það hefði sko verið gott á þá. Ég sé nú ekki að Sheff. Utd. verði þeim mikil fyrirstaða í undanúrslitunum. Maður verður þá bara að treysta á Heiðar eða Beattie (líklega þann síðarnefnda) í Úrslitaleiknum í Cardiff. Andskotinn sjálfur. Ég verð þunglyndur af þessu öllu saman.

Það er víst búið að hóa í strákapartý heima hjá mér á laugardaginn. Steini Mágur ætlar að kíkja í bæinn og hann var svo góður að tilkynna mér það nú áðan að hann hyggðist kalla til veislu hér. Horfa á einhverja stand up gæja á DVD og drekka bjór. Hljómar ágætlega þar sem hann hefur hingað til ekki verið nískur á bjórinn hann Steini minn.

Við ræðum þetta bara þegar nær dregur. Ykkur 2 plebbunum yrði að sjálfsögðu boðið líka hehehe.

Jæja þá gætum við kannski frumflutt endaþarmsmök við fjölmenni.

Speki dagsins: For crying out loud, EKKI HORFA Á SOLARIS

Ég sá í blaðinu í dag að eitthvað fífl á sýrutrippi gaf henni 3 og hálfa stjörnu. Hún fær allavena hálfa stjörnu hjá mér, og það er bara fyrir hvað það er gott að sofna yfir henni. Ef marr liggur andvaka í rúminu og nennir ekki að telja kindur þá er málið bara að skella Clooney og Sodebergh í tækið og innan skamms er maður kominn yfir í draumaheiminn. Semsagt ULLABJAKK á SOLARIS.

Jæja nenni ekki að bulla meira.

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home