þriðjudagur, mars 04, 2003

Hananú!

Það fljúga fantarnir hér hjá okkur eins og venjulega, og fast er skotið, þó fyrir ofan belti enn sem komið er. Að gerast það er allt og ekkert að gerast, ég vil bara ekki íþyngja heiminum með mínum málum... djók! Ég er byrjaður að læra, það eru sennilega stærstu fréttir vikunnar. Þetta var erfitt en ég hafði það af og vitiði hvað, það er bara ekki svo slæmt. Sennilega þarf fólk bara að passa sig á því að láta líða nógu langt á milli lærdómstarna. Annars gengur allt saman ósköp ágætlega og lítið um málefni dagsins að segja.

Davíð Oddson er þó ansi harður, ég meina Sigursteinn verðlagði sjálfan sig á ca. 3.000 kall og ég gat nokkuð tekið undir það með honum... og er hann samt voðalega fínn gaur. Svo kemur Davíð og afþakkar 300.000.000! Hvað heldur hann eiginlega að hann sé? Ég held að hann skilji ekki lögmálið um framboð og eftirspurn jafn vel og Sigursteinn! Niðurstaðan er allavega sú að það er allt til sölu fyrir rétt verð, líka ég. Pantanir má leggja inn á hyp@mi.is!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home