sunnudagur, mars 02, 2003

Hasta la vista, baby

Úff, erfið helgi er á enda runnin og það með versta móti. Hún byrjaði svona.. á rólegu nótunum. Ég og konan fórum í bíó á föstudagskvöldið á kvikmyndina The Ring sem er einhver spúkí spúkí mynd. Hún var nú alveg ágæt og ekki alveg eins scary og maður var búinn að heyra. Svo rann laugardagurinn upp fagur og blár og kallinn byrjaði á að skella sér í klippingu kl 10:30 og rölti svo á Sportkaffi til að glápa á Newcastle taka á móti Chelsea. Þetta reyndist hinn ágætasti leikur og endaði með sigri Nefcastle manna 2-1 þar sem hinn mikli markaskorari Jimmy Flaut Hass er bank náði að skora fínt skallamark. Svo þurfti maður að fara að græja sig í brúðkaup og veisluhöld. Það má geta þess að brúðkaupsveisla þessi var algjörlega áfengislaus. Svo kl 22:00 var ákveðið að skella sér í staffapartý hjá BT. Þar flaut allt í áfengi og kallinn var ekki lengi að komast í gírinn. Upp úr miðnætti lá leiðin úr staffapartýinu á hinn mikla pöbb Ölver. Það er náttúrulega ekki frásögum færandi að kallinn var orðinn vel við skál og þurfti náttúrulega að taka lagið í karókí fyrir gesti og gangandi. Varð hið feiki vinsæla Hit me one more time með Britney Spears fyrir valinu og tilþrifin voru svo mikil að heyrðist fólk rymja og stynja af einskærri undrun og gleði. Kallinn tórði til 04:30 í þetta skiptið. Allt að gerast.

Sunnudagur: Úff. Vaknaði með timburmenn, fór á lappir og með mikilli tilhlökkun hélt ég af stað til Gaua félaga míns til að sjá úrslitaleikinn í Worthless bikarnum. Það er ekki frá miklu að segja í sjálfu sér. Rút var Nístillroj fékk nokkur dauðafæri en ákvað alltaf að skjóta beint í Dúddekk sem að mínu mati var maður leiksins. Stífen Gerrðarrd skaut svo þrumuskoti í Blekkham og yfir Fartfés (sem reyndar átti líka góðan leik í markinu) og staðan var orðin 1-0. Mansteftir Júnæted fór þá að pressa meira en sterk görn Lifrapollsmanna hélt öllu. Hinn andlitsfríði Stífen Henkhaus bjargaði á marklínu og slapp við að skora sjálfsmark. Sem er mjög dularfullt. Svo fengu Lifrapollarnir skyndisókn á 86 mínútu og mannbúturinn Mikhjáll Ófen geystist fram og skoraði. Þannig að eina sem maður getur sagt í þessu svekkelsi sínu er:

TIL HAMINGJU PÚLLARAR

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home