miðvikudagur, mars 05, 2003

Hananú!

Tómas minn! Við skulum nú ekkert vera að æsa okkur yfir svona vitleysu. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir aðra en ég var nú allavega bara að hafa gaman af þessu. Það er ekki eins og maður hafi verið að meina hlutina eitthvað illa, þú ættir nú að þekkja mig betur en þetta.

Fyrir utan það þá fór ég í körfu í gær til að hita upp fyrir sunnudagsboltann, sem ég stefni á að mæta í núna næst. Ég suckaði big time eins og maðurinn hefði orðað það, en fékk þó allavega að prófa að hlaupa og gat það pínu þannig að ég kem óhræddur til leiks. Annars virðist það vera yfirlýst stefna kennara í háskóla Íslands að leggja alltaf fyrir verkefni allir á sama tíma... hvaern fjandann á það að þýða? Geta menn ekki talað saman? Andskotans rugl!

Allavega... Tommi ekki yfirgefa mig!

Komdu í bað og við skulum ræða málin eins og sannir karlmenn!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home