sunnudagur, mars 30, 2003

It's shite being Scottish

Híhíhí, ég var að lesa það áðan að Rivaldo sjálfur sé að biðla til Gerard's Houlliers um að kaupa sig til Lifrapolls. Maðurinn er náttúrulega algjör snilli og myndi sóma sér vel í hvaða liði sem er og yrði Lifrapolli líklega mikill styrkur. En nei, Húlli gamli er nú ekki á þeim buxunum að fara að fjárfesta í einhverju gáfulegu. Kallinn ætlar frekar að halda í peningana og halda áfram að fjárfesta í miðlungsleikmönnum eins og undanfarin ár. Já, hann hefur ennþá tröllatrú á því sem hann er að gera kallinn og er ekkert á þeim buxunum að fara að gefast upp. Hehehe, þetta er alveg týpískt fyrir þessa karluglu sem ja, virðist bara genginn af göflunum. Ég hugsa að þessi comment hjá honum falli nú varla vel í kramið hjá titilshungruðum Lifrapolls aðdáendum. Ég meina, ég væri vel til í að sjá Sörinn taka upp veskið og blæða út svona eins og 10 millum fyrir þennan snilling, þótt hann sé orðinn 30 ára eða eldri. Það væri fín fjárfesting fyrir næstu 2-3 árin eða svo.
Svona er þetta bara hjá honum. Smicer, Camara, Xavier, Litmanen, Meier, Traore, Cherou, Biscan og svo mætti lengi telja, Það ætti kannski að ráða bara annan mann til að gaufa í leikmannamarkaðnum fyrir Lifrapollinn. Kallinn er nú vanur að koma með einhver snilldarkaup eða sölur endalaust. Aaah, ekki má nú gleyma E. Heskey sem er líklega markahæsti vinstri bakvörður í boltanum í dag. Strákgreyið fékk reyndar að mér finnst óréttmæta gagnrýni rétt fyrir leikinn við Lyktenstæn, þar sem að hann er tölfræðilega Lélegasti framherji í sögu Enska Landsliðsins sem hefur spilað yfir 30 leiki. 4 mörk í 30+ leikjum er kannski lélegt en strákgreyið gerir nú meira en að bara skora. Þau eru nú ófá mörkin sem hann hefur lagt upp fyrir litla hommapotarann hjá Lifrapolli og Enska Landsliðinu.

Jæja nóg um það. Ég er alltaf að verða meira og meira viss um að það sé góð hugmynd að fara í bolta í kvöld. Við sjáum til.

Að lokum vil ég minnast á að Billy Connolly er fokking BRILLIANT.

Þangað til næst....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home