Orð dagsins er: FLOTHOLT
Jæja aular, ég hef ákveðið að hætta að vera með einhver kvikmynda comment sem enginn skilur því að ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir. Þar að auki er marr alltaf lengur og lengur að byrja á þessum helvítis pistlum því að marr er að reyna að hugsa upp einhver andskotans djöfulsins kvikmynda comment. Þess í stað hef ég ákveðið að vera með Orð dagsins og skrifa bara fyrsta orðið sem mér dettur í hug. Sniðugt ekki satt. Flotholt er orð dagsins í dag og er engin sérstök ástæða fyrir því. Þetta var bara það fyrsta sem Tommanum datt í hug og í rauninni ekkert meira um það að segja.
Jæja, nú er Sjómannadagshelgin liðin og þið misstuð af því. Ekki það að ég hafi ekki boðið ykkur eða neitt slíkt heldur nenntuð þið ekki að koma sökum þess að hafa hrakist til Þorlákshafnar af öllum stöðum og lent í úrhelli og íslensku roki. Gott á ykkur. Þið misstuð af helvíti feitu djammi. Tomminn var reyndar rólegur á föstudagskvöldinu og var góður strákur að vinna fyrir fyrrverandi tengdó. Þetta var mjög öðruvísi heldur en sjómannadagshelgar síðustu ára þar sem Tomminn hefur alltaf verið kominn með bjór strax eftir löndun á dallinum sem kallinn var á, c.a. um hádegið á föstudeginum og verið fullur alla helgina. En ekki í þetta skiptið þar sem að Tomminn er ekki á sjónum núna.
Á föstudagskvöldinu þá hleypti Tomminn góðkunningjum sínum, þeim Vigga og Svavari aka Dýri frítt inn gegn því að Tomminn fengi aðeins að prufa mótorhjólin þeirra á laugardeginum, og þáðu þeir það (enda vel fullir). Svo á laugardeginum voru þeir náttlega dottnir í það kl 11 um morguninn (enda sjóarar dauðans) og Tomminn fékk afhenta tvo lykla af sitthvoru mótorhólinu. Tomminn beið ekki boðanna og byrjaði á Vigga hjóli sem er Yamaha árg 2003 og er geðveikt fokking hjól. Áður en Tomminn vissi af var kallinn komin í 190 km/h og brá verulega við það. Svo tók kallinn aðeins í Honduna hans Svavars sem er árg 2002 og er fokking snilld líka. Tomminn eyddi öllum laugardeginum í að rúnta á hjólunum og skemmti sér vel.
Um kl. 19:00 opnaði Tomminn fyrsta öllarann og skellti sér í grillveislu til Steina Jobba. Þetta var án efa einhver veglegasta veisla sem ég hef farið í. Steini kallinn blæddi bara kjöti og bjór á línuna og þetta var ansi löng lína skal ég segja ykkur. Ykkur hefði að sjálfsögðu verið boðið líka ef þið hefðuð mætt. Þarna voru í kringum 20 manns + hljómsveitin Á Móti Sól og allir sem fylgdu henni. Steina kallinum munaði ekki um að grilla ofan í allt liðið og gefa því bjór og meðlæti með því. Og hlýtur hann þakkir fyrir.
Síðan fóru Steini og Tomminn í partý til fyrrverandi skipstjóra Tommans sem bjó í næsta húsi. þar hitti Tomminn fyrir gömlu áhöfnina sína og þar var glatt á hjalla. Þar bar hæst Danski Kokkurinn sem var orðinn vel við skál.
Síðan var skellt sér á ball með ÁMS og þar var alveg stappað af liði og þvílíkt stuð.
Semsagt þið kumpánar misstuð af þessari snilld. Það má svo geta þess að sjómannadagshelgin er önnur stærsta helgi sumarsins á Grundarfirði og ætla ég að vona að þið mætið nú á stærstuhelgina sem er síðasta helgin í júlí.
Þangað til næst.....
Jæja aular, ég hef ákveðið að hætta að vera með einhver kvikmynda comment sem enginn skilur því að ég er að verða uppiskroppa með hugmyndir. Þar að auki er marr alltaf lengur og lengur að byrja á þessum helvítis pistlum því að marr er að reyna að hugsa upp einhver andskotans djöfulsins kvikmynda comment. Þess í stað hef ég ákveðið að vera með Orð dagsins og skrifa bara fyrsta orðið sem mér dettur í hug. Sniðugt ekki satt. Flotholt er orð dagsins í dag og er engin sérstök ástæða fyrir því. Þetta var bara það fyrsta sem Tommanum datt í hug og í rauninni ekkert meira um það að segja.
Jæja, nú er Sjómannadagshelgin liðin og þið misstuð af því. Ekki það að ég hafi ekki boðið ykkur eða neitt slíkt heldur nenntuð þið ekki að koma sökum þess að hafa hrakist til Þorlákshafnar af öllum stöðum og lent í úrhelli og íslensku roki. Gott á ykkur. Þið misstuð af helvíti feitu djammi. Tomminn var reyndar rólegur á föstudagskvöldinu og var góður strákur að vinna fyrir fyrrverandi tengdó. Þetta var mjög öðruvísi heldur en sjómannadagshelgar síðustu ára þar sem Tomminn hefur alltaf verið kominn með bjór strax eftir löndun á dallinum sem kallinn var á, c.a. um hádegið á föstudeginum og verið fullur alla helgina. En ekki í þetta skiptið þar sem að Tomminn er ekki á sjónum núna.
Á föstudagskvöldinu þá hleypti Tomminn góðkunningjum sínum, þeim Vigga og Svavari aka Dýri frítt inn gegn því að Tomminn fengi aðeins að prufa mótorhjólin þeirra á laugardeginum, og þáðu þeir það (enda vel fullir). Svo á laugardeginum voru þeir náttlega dottnir í það kl 11 um morguninn (enda sjóarar dauðans) og Tomminn fékk afhenta tvo lykla af sitthvoru mótorhólinu. Tomminn beið ekki boðanna og byrjaði á Vigga hjóli sem er Yamaha árg 2003 og er geðveikt fokking hjól. Áður en Tomminn vissi af var kallinn komin í 190 km/h og brá verulega við það. Svo tók kallinn aðeins í Honduna hans Svavars sem er árg 2002 og er fokking snilld líka. Tomminn eyddi öllum laugardeginum í að rúnta á hjólunum og skemmti sér vel.
Um kl. 19:00 opnaði Tomminn fyrsta öllarann og skellti sér í grillveislu til Steina Jobba. Þetta var án efa einhver veglegasta veisla sem ég hef farið í. Steini kallinn blæddi bara kjöti og bjór á línuna og þetta var ansi löng lína skal ég segja ykkur. Ykkur hefði að sjálfsögðu verið boðið líka ef þið hefðuð mætt. Þarna voru í kringum 20 manns + hljómsveitin Á Móti Sól og allir sem fylgdu henni. Steina kallinum munaði ekki um að grilla ofan í allt liðið og gefa því bjór og meðlæti með því. Og hlýtur hann þakkir fyrir.
Síðan fóru Steini og Tomminn í partý til fyrrverandi skipstjóra Tommans sem bjó í næsta húsi. þar hitti Tomminn fyrir gömlu áhöfnina sína og þar var glatt á hjalla. Þar bar hæst Danski Kokkurinn sem var orðinn vel við skál.
Síðan var skellt sér á ball með ÁMS og þar var alveg stappað af liði og þvílíkt stuð.
Semsagt þið kumpánar misstuð af þessari snilld. Það má svo geta þess að sjómannadagshelgin er önnur stærsta helgi sumarsins á Grundarfirði og ætla ég að vona að þið mætið nú á stærstuhelgina sem er síðasta helgin í júlí.
Þangað til næst.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home