mánudagur, júní 16, 2003

Orð dagsins er: Kótiletta

Pjúff marr, var að koma heim til Grundó núna áðan. Þvílík helvítis snilldar helgi fyrir norðan. Ævintýrið byrjaði á föstudagsmorguninn þegar Tomminn var vakinn kl 08:30 af 2 mótorhjóla njörðum frá Grundarfirði. Tomminn mælti sér mót við þá í Borgarnesi kl 10:15. Tomminn þurfti þá að fara upp í Dund og Túsl og sækja hann Halla litla sem var að reyna að koma einhverju í verk. Og þá var lagt af stað.

Ferðin gekk fínt og vorum við komnir norður um 3 leitið. Halli fór til systur sinnar en ég, Viggi og Dýri fórum og tékkuðum okkur inn á hótel KEA í 2 manna herbergi. Við vorum 3 saman og stóluðum á að minnsta kosti einn af okkur fengi gistingu annarsstaðar hrmpf hrmpf. Svo kom einhver vinkona hans Vigga sem var ekki einusinni orðin lögleg í heimsókn og henni vantaði gistingu líka. Þarna vorum við fjögur og klóruðum okkur í hausnum. Svo vildu strákarnir náttlega fara út að hjóla og skildu mig einan eftir með smápíkunni, andskotans. En hún var nú svo sem ágæt greyið og ætla ég ekki að blammera hana meira. Sérstaklega þegar við fórum að drekka á hótelinu bara 2 saman. Síðan komu náttlega fíflin og duttu í það með okkur. Við fórum á Kaffi Ak og Dátann svo eitthvað sé nefnt. Strákahálfvitarnir þeir Svavar og Viggi fóru svo á undan upp á hótel og skildu mig og smápíkunna eftir gistingar laus. Sem betur fer átti hún einhverja aðra fjandans smápíkuvinkonu sem gat reddað okkur gistingu. Þegar þarna var komið við sögu var Tomminn orðinn ansi ölvaður og þegar Tomminn kemst á þetta stig þá á hann til að gleyma bút og bút úr því sem er í gangi. Þegar svo veslings Tomminn vaknaði morguninn eftir þá brá honum heldur betur í brún. Aleinn í einhverju herbergi einhverstaðar á Akureyri og hafði ekki hugmynd um hvar hann var. Nú voru góð ráð dýr. Svo uppgvötvaði hann sér til mikillar skelfingar að bíllinn hans var líka fyrir utan, scratch. Þegar út úr herberginu var komið tók við mikil leit að klósettinu og útidyra hurðinni, og eftir c.a. hálftíma af læðupokahætti þá rakst hann á smápíkuna og hún svona mestmegnis reddaði þessu þar sem að hún hafði verið nær edrú kvöldið áður og vissi alveg hvað var í gangi.

Þá var bara skellt sér í sund í Þelamörk og svo á götuspyrnuna. Eftir það var það Greifinn og bjór hehe. Svo var farið að hita upp fyrir Írafár ballið sem var í Sjallanum um kvöldið. Tomminn dugði nú ekki lengi á ballinu og var kominn undir sæng fyrstur af félögunum um kl. 02:08. Svo kom Viggi kl 03:00 og Dýri rak svo lestina um 04:30 leytið. Ég og Viggi komumst að þeirri niðurstöðu að við erum orðnir allt of gamlir í þetta helvíti og erum búnir að panta á elliheimilinu fyrir okkur.

Sunnudagurinn leið bara í einhverju móki. Fórum í bíó kl sex á 2Fast 2Furious sem er frekar slök að mínu mati. Fengum okkur svo nokkra afréttara á Kaffi Ak þar sem 2 gamlar kellingar gerðu okkur lífið leitt. Spurðu Vigga hvort að hann hefði farið í of marga ljósatíma og ég og Dýri sprungum úr hlátri. Vigga var ekki skemmt en þeir sem ekki vita þá er Viggi af austurlensku bergi brotinn.

Þarna var nú tipplað á stóru yfir helgina, ég kannski kem með eitthvað meira ef það rifjast upp fyrir mér.

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home