mánudagur, júní 09, 2003

Hananú!

Ekki get ég annað sagt en að mér þykir nokkuð hart að mér vegið hér í pistlunum á undan. Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið sárt að sjá að goðið manns er bara sellout en málið er bara að það spilar enginn með hjartanu lengur, það er allt til sölu fyrir rétt verð!

Ofmetinn... örugglega, klunni... sjálfsagt, en að skella þessu á mig svona saman í pakka er nú fjandi mikið og ég hlýt að hafa gert eitthvað rosalegt til þess að verðskulda það (verð samt að viðurkenna að það eru ekki allir sem ná því að hafa verið settir á sama stall og David Beckham, af United aðdáanda).

Meðan ég man, varaði þig við að kalla á Sössann, sagði að hann myndi bara lemja einhvern.

Nú ætti ég að fara að tygja mig og skreppa upp í vinnu. Ég kem ekki til með að gera neitt af viti hér heima í dag hvort eð er og því ekki að minnka vinnuálagið í vikunni og fá slatta af seðlum? Annars minnkar vinnuálagið auðvitað ekki neitt þar sem það verður bara bætt á mig verkefnum í staðinn fyrir þau sem ég klára og séð til þess að ég hafi alltaf of mikið að gera. Það er svo sem allt í lagi, þannig séð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home