Orð dagsins er: Skyrta
Já, nú lauk ég við ævintýri helgarinnar og þá taka við ævintýri gærdagsins. Á sunnudeginum vakna ég í einhverju móki uppúr ellefu. Staulast á lappir og fæ mér eitthvað í gogginn. Þá hringir síminn. Á línunni var löndunarkóngurinn Þórður Magg að bjóða mér löndun á mánudeginum, sem og ég þáði að sjálfsögðu enda búinn að vera atvinnulaus aumingi. Úff marr, ég hefði nú betur sleppt því. Þegar þetta er skrifað þá er kallinn með harðsperrur dauðans, allsstaðar í líkamanum. Það er meira að segja óþægilegt að vélrita þessa tvö pistla sem hafa komið í dag þannig að það er eins gott að þið njótið þeirra vel.
Mánudagur: Klukkan hringir kl. 03:30 (engar ýkjur). Tomminn sprettur upp eins og stálfjöður enda búinn að sofa í heila 4 tíma (sem er alveg nóg. NOT) Það er lagt af stað kl 04:00 og fékk Tomminn far með einhverjum geðbiluðum pólverja sem keyrði eins og svín. Þar með var lítið sofið í bílnum eins og Tomminn hafði planað. Enda ekki hægt að sofa og vera skíthræddur í leiðinni.
Þegar við vorum komin upp á Akranes um 5 leitið var fengið sér kaffi. Og ég er ekkert að ýkja en pólverjar búa til versta og sterkasta kaffi í heimi. Einn bolli fyrir Tomma litla og honum fannst hann geta landað upp úr fokking dallinum einn og óstuddur. Enda fór hjartslátturinn upp úr öllu valdi.
Löndunin byrjaði kl 06:00 og var landað upp úr frystitogaranum Helgu Maríu frá Akranesi. Í lestinni hafði hún að geyma 14.000 kassa sem hver um sig var c.a. 20 kg. Og þá byrjaði púlið. Tomminn var settur inn í gám við annan mann til að raða þessum kössum af brettum og í gáminn. Fyrsti klukkutíminn leið helvíti hratt enda vann Tomminn eins og svín og svitnaði og svitnaði. Upp úr sjö var Tommanum farið að verða flökurt af áreynslu þannig að það dró aðeins af honum. En sem betur fer jafnaði hann sig og gat haldið áfram. Bretti eftir bretti og tilhugsunin um að gera þetta í 12 tíma var hryllileg. Sérstaklega þar sem að það voru bara 2 tímar liðnir þegar þarna var komið við sögu. Um kl 09:00 fór verkstjórinn og keypti drykki fyrirr liðið enda kominn tími til. Tomminn var orðinn svo þyrstur að hann var farinn að sleikja hrímið af frosnu fiskikössunum ullabjakk.
Svona leið morguninn, stanslaust púl, sviti og tár. Tomminn drakk 2 lítra af Egils Kristal fyrir hádegi og þurfti aldrei að kasta af sér þvagi. Þegar hádegið kom loksins kom fyrsta pása dagsins. 6 fokking tímar liðnir og ekkert stopp. Þetta er bara rugl. Tommanum var boðið upp á hádegis mat sem var gúllaður í sig á milljón svo hægt væri að leggja sig aðeins. Tomminn hefði nú betur sleppt því, með því að leggja mig í 20 mín þá stífnaði ég allur upp í bakinu og höndunum, andskotans drasl. Þar af leiðandi var ennþá verra að takast á við seinni helming dagsins. Eftir hádegi var farið að draga verulega af Tommanum og hann farinn að lýjast mikið, en hélt samt alltaf áfram að reyna og pína sig áfram. Enda var það bara þrjóska að klára helvítis dallinn. Tomminn náði að lifa það af að lyfta síðasta kassanum þ.e. kassa nr 13.876 (skv löndunartölum) upp á bretti. Þá fór þetta aðeins að róast og átti bara eftir að koma umbúðum og kostinum um borð. Undir það síðasta var Tomminn orðinn svo lúinn að menn höfðu áhyggjur af honum þar sem að hann másaði og kveinaði í hverri hreyfingu.
Þetta er einhver erfiðasta vinna sem ég hef lent í. Þegar ég var úti á sjó í fyrra og við lentum í geðveiku fiskerí þá var það bara djók miðað við þetta. Fokking kræst marr. Enda er ég með svo miklar harðsperrun núna að ég get varla gengið. Svo er ég líka með harðsperrur í einhverjum vöðvum sem að ég vissi ekki einusinni að væru til. Mjög dularfullt allt saman.
Svo vil ég líka benda á að það að vinna með fullt af pólverjum í akkorðsvinnu er ekki hollt fyrir Íslinga. Maður er alltaf að drífa sig til að hafa eitthvað í þessar pólsku vélar (þeir eru alveg skuggalegir) og rekur sjálfan sig áfram langt fram fyrir það sem gæti talist hollt. Og hvað græddi Tomminn á þessu fyrir utan fullt af peningum. Jú hann fékk harðsperrur dauðans og hann pissaði aldrei í 18 klst. Mikill sparnaður í klósett ferðum að láta starfsfólkið svitna bara öllum vökva úr sér. Spurning um að kynda bara Dund og Túsl húsið upp úr öllu valdi og gá hvort að það spari ekki nokkrar krónur að starfsfólkið sé ekki alltaf að rápa á klóið hehehe.
Svo er mæting á fokking landsleikinn. ÁFRAM ÍSLAND
Þangað til næst.....
Já, nú lauk ég við ævintýri helgarinnar og þá taka við ævintýri gærdagsins. Á sunnudeginum vakna ég í einhverju móki uppúr ellefu. Staulast á lappir og fæ mér eitthvað í gogginn. Þá hringir síminn. Á línunni var löndunarkóngurinn Þórður Magg að bjóða mér löndun á mánudeginum, sem og ég þáði að sjálfsögðu enda búinn að vera atvinnulaus aumingi. Úff marr, ég hefði nú betur sleppt því. Þegar þetta er skrifað þá er kallinn með harðsperrur dauðans, allsstaðar í líkamanum. Það er meira að segja óþægilegt að vélrita þessa tvö pistla sem hafa komið í dag þannig að það er eins gott að þið njótið þeirra vel.
Mánudagur: Klukkan hringir kl. 03:30 (engar ýkjur). Tomminn sprettur upp eins og stálfjöður enda búinn að sofa í heila 4 tíma (sem er alveg nóg. NOT) Það er lagt af stað kl 04:00 og fékk Tomminn far með einhverjum geðbiluðum pólverja sem keyrði eins og svín. Þar með var lítið sofið í bílnum eins og Tomminn hafði planað. Enda ekki hægt að sofa og vera skíthræddur í leiðinni.
Þegar við vorum komin upp á Akranes um 5 leitið var fengið sér kaffi. Og ég er ekkert að ýkja en pólverjar búa til versta og sterkasta kaffi í heimi. Einn bolli fyrir Tomma litla og honum fannst hann geta landað upp úr fokking dallinum einn og óstuddur. Enda fór hjartslátturinn upp úr öllu valdi.
Löndunin byrjaði kl 06:00 og var landað upp úr frystitogaranum Helgu Maríu frá Akranesi. Í lestinni hafði hún að geyma 14.000 kassa sem hver um sig var c.a. 20 kg. Og þá byrjaði púlið. Tomminn var settur inn í gám við annan mann til að raða þessum kössum af brettum og í gáminn. Fyrsti klukkutíminn leið helvíti hratt enda vann Tomminn eins og svín og svitnaði og svitnaði. Upp úr sjö var Tommanum farið að verða flökurt af áreynslu þannig að það dró aðeins af honum. En sem betur fer jafnaði hann sig og gat haldið áfram. Bretti eftir bretti og tilhugsunin um að gera þetta í 12 tíma var hryllileg. Sérstaklega þar sem að það voru bara 2 tímar liðnir þegar þarna var komið við sögu. Um kl 09:00 fór verkstjórinn og keypti drykki fyrirr liðið enda kominn tími til. Tomminn var orðinn svo þyrstur að hann var farinn að sleikja hrímið af frosnu fiskikössunum ullabjakk.
Svona leið morguninn, stanslaust púl, sviti og tár. Tomminn drakk 2 lítra af Egils Kristal fyrir hádegi og þurfti aldrei að kasta af sér þvagi. Þegar hádegið kom loksins kom fyrsta pása dagsins. 6 fokking tímar liðnir og ekkert stopp. Þetta er bara rugl. Tommanum var boðið upp á hádegis mat sem var gúllaður í sig á milljón svo hægt væri að leggja sig aðeins. Tomminn hefði nú betur sleppt því, með því að leggja mig í 20 mín þá stífnaði ég allur upp í bakinu og höndunum, andskotans drasl. Þar af leiðandi var ennþá verra að takast á við seinni helming dagsins. Eftir hádegi var farið að draga verulega af Tommanum og hann farinn að lýjast mikið, en hélt samt alltaf áfram að reyna og pína sig áfram. Enda var það bara þrjóska að klára helvítis dallinn. Tomminn náði að lifa það af að lyfta síðasta kassanum þ.e. kassa nr 13.876 (skv löndunartölum) upp á bretti. Þá fór þetta aðeins að róast og átti bara eftir að koma umbúðum og kostinum um borð. Undir það síðasta var Tomminn orðinn svo lúinn að menn höfðu áhyggjur af honum þar sem að hann másaði og kveinaði í hverri hreyfingu.
Þetta er einhver erfiðasta vinna sem ég hef lent í. Þegar ég var úti á sjó í fyrra og við lentum í geðveiku fiskerí þá var það bara djók miðað við þetta. Fokking kræst marr. Enda er ég með svo miklar harðsperrun núna að ég get varla gengið. Svo er ég líka með harðsperrur í einhverjum vöðvum sem að ég vissi ekki einusinni að væru til. Mjög dularfullt allt saman.
Svo vil ég líka benda á að það að vinna með fullt af pólverjum í akkorðsvinnu er ekki hollt fyrir Íslinga. Maður er alltaf að drífa sig til að hafa eitthvað í þessar pólsku vélar (þeir eru alveg skuggalegir) og rekur sjálfan sig áfram langt fram fyrir það sem gæti talist hollt. Og hvað græddi Tomminn á þessu fyrir utan fullt af peningum. Jú hann fékk harðsperrur dauðans og hann pissaði aldrei í 18 klst. Mikill sparnaður í klósett ferðum að láta starfsfólkið svitna bara öllum vökva úr sér. Spurning um að kynda bara Dund og Túsl húsið upp úr öllu valdi og gá hvort að það spari ekki nokkrar krónur að starfsfólkið sé ekki alltaf að rápa á klóið hehehe.
Svo er mæting á fokking landsleikinn. ÁFRAM ÍSLAND
Þangað til næst.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home