mánudagur, janúar 19, 2004

Sössi segir

Abbababb Mundi kallinn er bara í afneitun. Segist ekki halda með neinu liði í knattspyrnu. Hið rétta í málinu er að hann tók afstöðu með Manchester United í menntaskóla og þar af leiðandi er hans ódauðlega sál nokkuð fordæmd. Og sjá ég ber sannleikanum vitni!

Hins vegar stefni ég hraðbyri í rétta átt í lífinu. Nebblilega af því að ég var að kaupa mér golfsjónauka með innbyggðum fjarlægðarmæli núna rétt áðan. Það eina sem mig vantar núna er einhverskonar bíll til að koma mér á völlinn. Daihatsu Charade virðist ekki passa utan um golfsettið mitt með góðu móti, þannig að sú tegund er komin í ónáð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home