laugardagur, febrúar 14, 2004

Hananú!

Ég hef aldrei efast um gæði einræðisins, en stóð í þeirri trú að flestir aðrir lifðu í heimi ranghugmynda og fordóma. Eftir að hafa farið í gegnum nokkuð miklar pælingar þá hef ég séð það að mörg af stórmennum "lýðræðissögunnar" gerðu sér fulla grein fyrir því hversu mikið rugl lýðræðið er.

Sá mikli snillingur Leo Tolstoj gerði sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að hafa ekki lýðræðislegt stjórnarfar. Hann setti það reyndar í skemmtilegan búning til að verða ekki fyrir aðkasti, en það er mjög algengt í lýðræðissamfélögum að allt sem stríðir gegn þeim venjum og siðum sem við lýði eru mætir gríðarlegum fordómum og skilningsleysi. Tosltoj sagði nefnilega "Karlmenn setja lög - en konur móta almenningsálitið"! Það sem þetta sýnir okkur er það að hann gerði sér grein fyrir því að stjórnmálamenn, sem eru ekkert annað en þrælar atkvæða sinna, eru algerlega háðir duttlungum kvenna. Það sjá allir í hendi sér hversu stórkostlega hræðileg þessi staða er... enda erum við að dunda okkur í því hægt og rólega að eyða heiminum.

Þrátt fyrir að þetta sé s.s. alveg nóg í bili þá rakst ég á nokkuð mjög merkilegt sem ég verð einnig að deila með umheiminum. Hinn harði lýðræðissinni Hendrik van Loon gerði sér grein fyrir því á síðari hluta ævi sinnar að lýðræðislegt stjórnarfar er hreinlega ekki að gera sig. Eftir langa baráttu fyrir betra lífi komst hann svo að orði "Einu nefndirnar, sem koma að gagni, eru þriggjamannanefndir - ef einn nefndarmanna er fjarverandi og annar veikur"!

Fólk sér þetta sjálft en fordómar og fáfræði heldur enn gömlu úreltu lýðræðisfyrirkomulagi við lýði, vonum bara að það fari að breytast og við getum farið að búa í betra landi... og betri heimi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home