sunnudagur, mars 14, 2004

Hananú!

Ég er í vinnunni... enn einusinni! Skil eiginlega ekkert í þessu, ég sem veit manna best að yfirvinna er verkfæri djöfulsins. Það er ekki nokkur spurning um það að flokkurinn mun taka hart á þessum málum þegar valdatíð hans hefst fyrir alvöru!

Sumir hugsa "en yfirvinnan er stór hluti af útborguninni", mér er alveg sama! Það sem þetta snýst um er að breyta viðhorfinu. Fólk á að vinna almennilega í dagvinnutímanum fyrir almennileg laun! Ef það gerði það þá þyrfti ekki að vera um neina yfirvinnu að ræða. Auk þess gerir fólk sjaldnast neitt annað í vinnunni en að hanga á netinu og skrifa blogg á launum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home