þriðjudagur, mars 09, 2004

Hananú!

Miklar gleðifréttir hafa nú litið öldur ljósvakans... þ.e. nýlega afstaðin innlimun stórs hluta stjórnar flokksins í golfklúbbinn Kjöl. Semmst er frá því að segja að síðan ljóst varð að flokkurinn legði blessun sína yfir þennan tiltekna klúbb þá hefur hann, ásamt meðlimum vaxið mikið.

Nú nýverið var ráðist í miklar framkvæmdir á vellinum og auk þess hefur klúbburinn nú eignast sinn fyrsta alvöru meistara !

Af þessu sést berlega hveru góð áhrif flokkurinn hefur haft á þessa starfsemi og ætti nú að fara að verða lýðum ljós þau áhrif sem flokkurinn getur haft. Ímyndum okkur ef Ísland gegni flokknum á hönd... þvílíkir dýrðardagar sem við myndum lifa!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home