mánudagur, september 19, 2005

Sössi segir

Uuuu. Það er víst búið að klukka mig og ég held ég sé með spurningarnar nokkurnveginn á hreinu. Ég klukka bara ekki neinn.

1. Ég fæddist á Hvammstanga 14. maí 1979 og er yngstur af þremur systkinum. Praktice makes perfect.

2. Uppáhaldsmatur er Hamborgarhryggur með bökuðum ananas, brúnuðum kartöflum, grænum baunum og Egils malti.

Og á þessum tímapunkti hringdi ég í mumma til að komast að því hver þriðja spurningin væri og hann sagði mér að það væru engar spurningar. Bara að hripa niður fimm atriði um sjálfan sig, þannig að látum það standa sem komið er.

3. Skoppandi hringlóttir hlutir eru frábærastir af öllu. Líka þótt þeir séu ekki alveg hringlóttir og séu meira svona tilvitnun í hringlótt (sbr. brjóst og rassa á "dömum"). Bara ef þeir skoppa og það er hægt að elta þá. Skil ekki íþróttir þar sem sem þú ert ekki að elta neitt nema tíma, samkynhneigt bara.

4. Ég hugsa víst öðruvísi en aðrir, stundum er ég ekki alveg viss hvort ég megi hugsa það sem er að malla í kollinum á mér. Það stoppar mig svo sem ekkert af en ég held þá frekar aftur af mér að segja frá því.

5. Mér finnst rosalega leiðinlegt að reyna við stelpur en feikilega gaman að fanga þær. Basically, allt þetta vesen við að vera skemmtilegur og segja fallega hluti sem er síðan mótmælt en það verður samt að segja þá og svo þarf að dansa og horfa á rómantískar gamanmyndir og passa sig að segja ekkert slæmt um Leonardo di Caprio (Gaurinn er eimitt með því samkynhneigðasta sem gerist). Ooog þetta er líklega að fara að flokkast undir lið fjögur, en fokk it.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home