mánudagur, febrúar 13, 2006

Søssi segir

Ver ekki of réttlátur
15Allt hefi ég séð á mínum fánýtu ævidögum: Margur réttlátur maður ferst í réttlæti sínu, og margur guðlaus maður lifir lengi í illsku sinni.
16Ver þú ekki of réttlátur og sýn þig ekki frábærlega vitran - hví vilt þú tortíma sjálfum þér? 17Breyttu eigi of óguðlega og ver þú eigi heimskingi - hví vilt þú deyja áður en þinn tími er kominn? 18Það er gott, að þú sért fastheldinn við þetta, en sleppir þó ekki hendinni af hinu, því að sá sem óttast Guð, kemst hjá því öllu.
19Spekin veitir vitrum manni meiri kraft en tíu valdhafar, sem eru í borginni.
20Enginn réttlátur maður er til á jörðinni, er gjört hafi gott eitt og aldrei syndgað. 21Gef þú heldur ekki gaum öllum þeim orðum sem töluð eru, til þess að þú heyrir eigi þjón þinn bölva þér. 22Því að þú ert þér þess meðvitandi, að þú hefir og sjálfur oftsinnis bölvað öðrum.

Predikarinn
Ver ekki of réttlátur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home