þriðjudagur, janúar 31, 2006

Søssi segir

Danirnir eru dálítið meðvitaðir um alla brjálæðingana í Miðausturlöndum sem vilja drepa þá og háværar raddir um að biðjast afsökunar á áberandi máta. Senda einhvern ráðherrann í almannatengslaleiðangur. Félagi minn fékk meðal annars sms í gær þar sem var skorað á hann að senda tölvupóst á Jyllandsposten og segja þeim að skammast sín, annars væri hann rasisti. Ritstjórar Jyllandsposten nb. þegar búnir að biðjast afsökunar.

En eins og oft áður endurspegla háværu raddirnar bara ekkert hinn þögla meirihluta, 77% dönsku þjóðarinnar telja ekki að forsætisráðherrann eigi að biðjast afsökunar. Sumir sem voru á þeirri skoðun að það ætti að biðjast afsökunar skiptu henni snögglega út þegar menn byrjuðu að brenna eftirlíkingar af Dannebrog þarna niðurfrá. Eftir það kemur afsökunarbeiðni bara ekkert til greina og hver sá stjórnmálamaður sem framkvæmir slík svik fer beint í skammarkrókinn.

Helstu afleiðingarnar af þessu öllu saman er að Arla hefur neyðst til að loka smjörverksmiðju.

P.s.
Það var í september 2005 sem Jyllands-Posten birti 12 myndir af Múhameð spámanni. Í Janúar 2006 er ofstækismönnum múhameðstrúarmanna loksins að takast að æsa menn upp út af þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home