mánudagur, febrúar 17, 2003

Hananú!

Ég er kominn heim! Það var samt nokkuð skrítin tilfinning þegar ég kom inn í íbúiðna mína í gærkvöldi... hún leit alveg eins út og sumarbústaðurinn okkar áður en við tókum til! Ég verð sennilega að gera eitthvað í þessu. Tók mér frí úr vinnunni í dag til að redda þessu og ná mér aðeins niður! Annars náði ég merkilegum áfanga í dag, mætti í skólann. Að vísu ekki fyrr en í öðrum tíma en það er samt nokkur bæting sem ég er að sýna hér. En burt séð frá því, ég tel mig þurfa ða lýsa helginni:

Föstudagur
Fór til Sössa um 13:00, við skipulögðum viðlegubúnað og innkaupalista, því lauk um 13:20. Þá fór Sössi að pakka niður og um 15:00 komumst við af stað til að ég gæti pakkað og við verslað það sem vantaði uppá. Náðum í Sidda um kl 15:30 náðum við í Sidda og komumst út úr bænum, stopp á Esso og endanleg brottför úr höfuðborg Satans var kl 16:00. Við settum stefnuna á Ölfusborgir sem ég taldi að væru rétt fyrir utan Hveragerði. Sem betur fer vissi Sössinn betur og við skruppum til HELLU! Það er annars ekkert að marka af því að hann var líka með nákvæmar leiðbeiningar. Á meðan að Siddi grét í aftursætinu skemmtum við Sössi okkur konunglega við að velta því fyrir okkur hvernig við kæmumst eiginlega á árshátiðina kvöldið eftir. Það var reyndar rétt fyrir utan Hellu sem ég hafði ekki lengur viljastyrk til þess að hlusta á grátstafi Sidda og trúfestu Sössa og hringdi í 118 og síðan í Ölfusborgir þar sem mér var sagt að þetta væri nokkurskonar úthverfi Hveragerðis! Sössinn var trgur til að samþykkja þetta þar sem leiðbeiningarnar sem hann hafði voru ótrúlega nákvæmar en lét til leiðast, snéri við, stooppaði, sótti fyrsta öl dagsins og keyrði okkur síðan á staðinn. Áætlaður mætingartíma var um 18:30! Já það er ekki lengi gert að skreppa svona til Hveragerðis! Við kipptum græunum mínum úr bílnum, tengdum þær, opnuðum pottinn og eftir það var ljóst hvert stefndi. Ég er að hugsa um að halda sögunni áfram innan tíðar en nú verð ég að þjóta, bíðið spennt eftir næsta þætti sem ber nafnið Föstudagskvöld!






0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home