föstudagur, mars 28, 2003

Be prepared to reap the world

Hóst, það er líklega ágætis byrjun á grein þar sem að það hefur verið í hávegum haft alla vikuna hjá undirrituðum. Gærkveldið já, þið segjið nokkuð, jú það var fínt að sötra nokkur rauðvínsglös og horfa á gamlann konsert með Iron Maiden. En ég vil ekki láta það líðast að maður sem hlustaði á Michael Ullabjakkson(Jackson) sé að úthúða spandex göllunum (sem by the way þóttu mun svalari heldur en svartar of stuttar síðbuxur og hvítir sportsokkar. Það minnir bara á busa sem gengur í buxum sem mamma hans keypti fyrir hann um jólin í hitt í fyrra eða eitthvað álíka. Kannski að Punkfuckerinn hafi gengið svona um á hvammstanga með Elvis í vasadiskóinu sem hann fékk í jólagjöf. hehehe. Smá djók sem á ekki að vera tekið alvarlega. Hóst.

Jæks, landsleikurinn á morgun. Það er vonandi að hr Atli stilli upp sínu liði og geri skotablókunum í minipilsunum smá grikk. Þannig að þeir Íslingar sem verða á Hampden Park geti sungið Öxar við ána og Simbi sjómaður í gríð og erg.

Smá hugleiðing. Hvernig væri að Lifrapolls menn myndu selja Smicer og kaupa Keith Gillespie í staðinn. Smicer gæti farið til Celtic eða Dundee Júnæted og haft 8 millur í vikulaun. Hrmpf prfmfp hóst. Annars sá ég á einhverjum fótbolta vefnum um daginn að Nikulás Rass myndi skipta yfir í Lifrapoll frá Mansteftir Júnæted. Ég verð nú að segja að mér finnst það harla ólíklegt. Rassinn er uppalinn Júnæted plebbi og væntanlega hatar Lifrapoll eins og flestir sannir Júnæted plebbar. Og þess þá heldur að Lifrapolls plebbarni myndu vilja sjá einhvern Júnæted hund í þeirra liði. Þannig að niðurstaðan er sú að þessi frétt fer í hópinn með hinum 98% fréttanna sem eiga við ekkert sannleikskorn að standa.

Púff, aumingja punkfuckerinn að vera að vinna frá kl. 18:00 til 03:00. Fuss og svei, það er ekki gott að tilheyra verkalýðnum á þessum erfiðu tímum.

Hóst, jæja þetta fer að verða gott hjá mér. Að lokum vil ég minnast á að Billy Connolly er fyndnasti maður sem ég hef séð á sviði. Algjör fokking snilli.

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home